Lífeyrissjóðir: Eigum við að taka upp blandað kerfi?

Ég hef lagt fram þá tillögu að við tökum upp blandað lífeyrissjóðskerfi,þ.e. að við verðum bæði með uppsöfnunarkerfi eins og nú en einnig gegnumstreymiskerfi.Aðeins lítill hluti verði í gegnumstreymiskerfi. Á hinum Norðurlöndunum er blandað kerfi í gildi.Ég legg þetta til,þar eð ekki er að sjá að stjórnvöld ætli að falla frá skerðingu lífeyris frá TR vegna lífeyrissjóðanna.Margir íslenskir fræðimenn hafa fjallað um gegnumstreymiskerfið svo sem Gunnar Tómasson hagfræðingur og Már Guðmundsson Seðlabankastjóri en Már skrifaði grein um málið,þegar hann var aðalhagfræðingur Seðlabankans.Í fljótu bragði virðist mér,að ávöxtun af báðum kerfunum sé svipuð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband