Ófremdarástand í húsnæðismálum

Ófremdarástand ríkir í húsnæðismálum um þessar mundir.Íbúðarverð hefur stórhækkað og húsaleiga Hefur einnig hækkað mikið.Ungt fólk getur ekki keypt íbúð,þar eð það á ekki fyrir útborgun.Einnig er erfitt fyrir fólk að leigja.Þetta hefur valdið því að fleiri búa á Hótel Mömmu en áður.ASÍ stofnaði byggingarfélag,sem byggja á  leiguíbúðir.Um það var samið ï kjarasamningum 2016.Hið opinbera styrkir þessar byggingarframkvæmdir með 30% stofn framlagi,18% frá ríkinu og 12% frá sveitarfélögum.Félagið mun byggja 1150 íbúði á 4 árum í fjölbýli.Það verður byggð ein blokk í hverjum mánuði.Framkvæmdir eru að hefjast. þetta á að hjálpa en

 ekki nóg,þar  það vantar a.m.k 10.000 íbúðir.Opinberir aðilar hafa ekki verið nógu vel vakandi í húsnæðismálum.Það er til dæmis ekki ein setning um húsnæðismál í stjórnarsáttmálanum. Reykjavikurborg hefur stuðlað að byggingu leiguíbúða með úthlutun lóða undir slíkar íbúðir.Borgin vill þêtta byggðina og segir að unga fólkið vilji búa miðsvæðis og geti þá jafnvel sparað sér bilakaup..-Fjárfestingarfélög hafa keypt upp mikið húsnæði í Reykjavík og leigt út á háu verði.Hafa þessi félög spennt upp leigumarkaðinn.Frjálsræðið hefur marga galla i för með sér. Ef til vill þarf að reisa skorður við starfsemi þessara fèlaga á húsnæðismarkaði,alla vega þurfa opinberir aðilar að gera stærra átak í húsnæðismálum.Ekki er nóg að gert.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband