Nýja stjórnin gerir ekkert í kjaramálum aldraðra og öryrkja

Það er ljóst,að nýja ríkisstjórnin gerir ekkert í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Björt framtíð og Viðreisn töluðu mikið um það fyrir kosningar,að þessir flokkar vildu bæta stöðu aldraðra en ekkert hefur verið gert í því efni og ekki bólar á að neitt verði gert. Það eina,sem hefur verið gert er að setja ný lög um skerðingu lífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Með  þeirri lagasetningu eru kjör aldraðra skert um 5 milljarða á síðustu 2 mánuðum. En ekki var heimild í eldri lögum til þess að skerða; það hafði fallið niður að gera ráð fyrir heimild til skerðingar.Nýja stjórnin var fljót að setja inn skerðingarákvæði en hún er ekki eins fljót að gera eitthvað sem bætir kjör aldraðra og öryrkja. Staða þeirra versnaði frá áramótum,þar  eð þá lækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra úr 109 þúsund kr á mánuði í 25 þús kr á mánuði. Nýi félagsmálaráðherrann þykist ætla að gera eitthvað í því máli en hann segir,að það verði gert einhvern tímann á kjörtímabilinu.Það verður ekki eins mikill hraði á því eins og að setja inn skerðingarákvæði.

Ef einhver manndómur hefði verið í nýju stjórninni hefði hún strax sett lög til þess að bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir meðal aldraðra og öryrkja með því að hækka lífeyri þeirra,svo hann væri nægur til framfærslu. En það er enginn manndómur í stjórninni og Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni. Björt framtíð og Viðreisn ráða litlu sem engu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband