Bretar misreiknuðu Brexit

 

Bretar virðast hafa misreiknað Brexit,útgönguna úr ESB.Þeir hafa haldið,að þeir gætu fyrirstöðulaust verið í Evrópska efnahagssvæðinu ( EES) þó þeir færu  úr ESB. En svo er ekki. EES er samband ESB og EFTA.Það getur enginn verið í EES nema vera í öðru hvoru bandalaginu.Ef til vill munu þeir sækja um undanþágu en ég er ekki viss um,að hún fáist.Og ef svo ólíklega færi að þeir fengju undanþágu til þess að vera í EES þyrftu þeir áfram að samþykkja frjálsan flutning vinnuafls og frjálsa för fólks innan EES en  það var einn megin tilgangur Breta með úrsögn að minnka aðstreymi vinnuafls og fólks frá ESB til Bretlands.

Lilja Alfreðsdóttir alþingismaður gerði það að umtalsefni á alþingi,að  utanríkisráðherra og formaður utanríkismálanefndar væru ekki sammála í utanríkismálum.Formaður utanríkismálanefndar,Jóna Sólveig Elína, hefði sagt í viðtali við  fréttavef Washington Times, að EFTA dygði ekki lengur til þess að tryggja hagsmuni Íslands.En í stjórnarsáttmálanum segði,að ríkissjórnin mundi byggja samstarf við ESB á samningnumn um EES!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband