Skerðingarnar: Mál gegn ríkinu ákveðið.5 milljarðar hafðir af öldruðum

Eins og ég hef skrifað um undanfarið  hefur Tryggingastofnun/ríkið haft af  eldri borgurum 5 milljarða í janúar og febrúar vegna ólögmætrar skerðingar á lífeyri eldri borgara frá almannatryggingum á þeim forsendumm,að þeir hafi lífeyri frá lífeyrissjóðum.

Flokkur fólksins hefur skorað á Landssamband eldri borgara að fara í mál við ríkið út af þessu Í bréfi til LEB segir m.a.:Ef LEB ætlar ekkert að afhafast gagnvart þessu meinta lögbroti TR óskar Flokkur fólksins eftir yfirlýsingu formanns LEB þess efnis innan  10 daga  frá birtingu þessa bréfs.Flokkur fólksins mun í kjölfarið höfða mál á hendur ríkinu  fyrir hönd eldri borgara og fá úr því skorið fyrir óvilhöllum dómstólum hver raunverulegur réttur þeirra er.

Samkvæmt þessu er ljóst,að dómsmál er í  uppsiglingu.Ég fagna því. Það er búið að níðast nóg á eldri borgurum og tímabært að þeir leiti réttar síns.

Björgvin Guðmundsson.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega jákvæðar fréttir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2017 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband