Mosfellsbær segir upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilis

Mosfellsbær hefur sagt upp samningi sínum við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra,með 12 mánaða fyrirvara. Ástæðan er sú,að daggjöldin,sem ákveðin eru fyrir heimilið eru svo lág,að þau duga hvergi nærri fyrir rekstrarútgjöldum.Þetta er sama sagan og hjá flestum öðrum hjúkrunarheimilum í landinu.Hjúkrunarheimilin hafa verið fjársvelt og eru flest að stöðvast.Fyrrverandi heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson ansaði lítt stanslausum kröfum um aukið fjármagn.Það eina sem fyrrverandi ríkisstjórn hugsaði um og sú nýja ætlar líka að gera er að sýna afgang á pappírnum,á fjárlögum, en allir innviðir samfélagsins hafa verið vanræktir.Þetta er líkast því og að það sé verið að falsa bókhaldið.Og það virðist engu skipta þó hagvöxtur sé sá mesti á Vesturlöndum.Samt eru allir innviðir sveltir.- Varðandi Hjúkrunarheimilið Hamra segir Haraldur Sverrissoin bæjarstjóri,að það séu 3 leiðir í stöðunni: Að fá aukið fjármagn og reka Hamra á sama hátt og áður,að ríkið taki við rekstrinum en nokkur sveitarfélög hafa gert kröfu um það og í þriðja lagi að bjóða reksturinn út  en það mundi þýða það ,að einhverjir einkaaðilar tækju reksturinn að sér og reyndu að græða á honum með því að hækka öll gjöld. Það er vesta leiðin en ef til vill er það leiðin,sem Sjálfstæðisflokkurinn vill helst fara.

Hamrar er nýtt og gott hjúkrunarheimili, Öll herbergi  einbýlisstofur.Það má ekki gerast,að rekstur þess stöðvist.Það vantar ný hjúkrunarheimili.En vegna vanrækslu stjórnvalda miðar þessum málum frekar aftur á bak en áfram.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband