Óstjórn á fjármálum ríkisins!

 

 

 

Stjórnarherrarnir tala mikið um það, að fjármál ríkisins séu í góðu lagi og afgangur á fjárlögum. En hver er staðreynd málsins.Hún er þessi:  Allir innviðir samfélagsins eru vanfjármagnaðir.Það vantar fjármagn í heilbhrigðiskerfið,sérstaklega í Landspítalann en þar liggur við neyðarastandi og í hjúkrunarheimilin; það vantar fjármagn í velferðarkerfið,menntakerfið og samgöngukerfið en miklar deilur eru nú  í þjóðfélaginu um samgöngukerfið vegna niðurskurðar á samgönguáætlun.En nýr samgönguráðherra lét það verða sitt fyrsta verk að skera niður samgönguáætlun,sem samþykkt var á alþingi í góðri sáttt í oktober 2016.Það eru skornar niður nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Vestifjörðum,Austfjörðum og á Suðurlandi en þó eru innheimtir  af bíleigendum 70 milljarðar á ári í bensíngjöldum og bílagjöldum,sem eiga að fara í vegina en fara að mestu leyti í eyðsluhít ríkissjóðs.Það er auðvelt að sýna afgang á fjárlögum með því að borga ekki nauðsynleg og tilskilin framlög til innviða þjóðfélagsins.Þetta er ekki góð stjórn á fjármálum ríkisins.Þetta er óstjórn.Annað hvort verður að afgreiða fjárlög með halla og láta nauðsynleg framlög í innviðina eða að afla nægilegra viðbótartekna.

Björgvin Guðmundsson

 

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband