Fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hrapar vegna svikinna loforða!

Fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hrynur í nýrri skoðunarkönnun MMR.Viðreisn fær 5,5% en var með 10,5% í kosningunum.Björt framtíð fær 5% í könnun MMR miðað við 7,2% í kosningunum.Samfylkingin er komin upp fyrir báða þessa flokka,með 8,8% miðað við 5,7% í kosningunum.Báðir þessir flokkar,Viðreisn og Björt framtíð fengu fylgi á fölskum  forsendum frá Samfylkingunni.Ríkisstjórnin hefur einnig hrapað í fylgi frá kosningum; fær 35,9% hjá MMR en var með 47,6% í kosningunum.

Björt framtíð lést vera félagshyggjuflokkur fyrir kosningar, kvaðst vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja og efla heilbrigðiskerfið.Flokkurinn hefur svikið hvort tveggja.Í staðinn gerðist flokkurinn hækja Sjálfstæðisflokksins,kom honum til valda. Flokkurinn virðist hafa gleymt því hvers vegna var kosið,þ.e. vegna Panamaskjalanna en Sigmundur Davíð,Bjarni Ben og Ólöf heitin Nordal  voru öll í Panamskjölununum.Þrátt fyrir Panamaskjölin og  orsök kosninganna kom Björt framtíð einum úr Panamaskjölunum,Bjarna Ben, til valda.Viðreisn lofaði einnig að bæta stöðu aldraðra og efla heilbrigðiskerfið.Viðreisn hefur einnig svikið þessi loforð.Flokkurinn þóttist vera hlynntur umbóta-og félagshyggjustjórn fyrir kosningar en það voru látalæti og fals.Það sást best þegar Viðreisn hljóp frá borði í viðræðum um 5-flokka stjórn þó ekki hefði slitnað upp úr viðræðum.Eftir framkomu Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er ekki undarlegt,að fylgi þessara flokka skuli hrapa,þar eð þeir hafa svikið kosningaloforð sín. Menn eru hins vegar vanir því,að Sjálfstæðisflokkurinn svíki kosningaloforðin.Þeir sviku kosningaloforðin, sem þeir gáfu  fyrir kosningar 2013,svo sem að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB og að efnema  verðtrygginguna. Einnig sviku þeir stærstu kosningaloforðin við aldraða og öryrkja.

Viðreisn og Björt framtíð lofuðu því fyrir síðustu kosningar  að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við ESB. Þeir sviku það.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband