Grunnlífeyrir var þrefalt hærri á hinum Norðurlöndunum en hér.

Árið 2015 kannaði ég grunnlífeyri aldraðra í almannatryggingum á öllum Norðurlöndunum og í Bretlandi.Það kom þá í ljós,að grunnlífeyrir aldraðra í þessum löndum ytra var þrefalt hærri en hér.En nú hefur sú breyting orðið hér frá síðustu áramótum,að grunnlífeyrir aldraðra hér hefur verið felldur niður.Við þessa breytingu hér um áramót misstu 4500 eldri borgarar grunnlífeyri sinn og voru slegnir út úr kerfi almannatrygginga þó þeir hefðu greitt til trygginganna alla sína starfsævi,fyrst með tryggingagjaldi og síðan með sköttum.Það er spurning hvort þessi niðurfelling sé lögmæt.Árið 2015 kannaði ég einnig heildarlífeyri aldraðra frá almannatryggingum í Noregi og þá kom í ljós,að hann var  178 þúsund krónum hærri en hér. Það er sama hvar borið er niður á Norðurlöndunum; kjör aldraðra og öryrkja eru alls staðar miklu betri en hér. Er ekki kominn tími til þess að aldraðir og öryrkjar fái sanngjarna hlutdeild í uppsveiflunni hér,sem ráðamönnum verður svo tíðrætt um. Þá er ég ekki að tala um smáskammtalækningar eins og  12-20 þúsund króna hækkun eftir skatt, sem varð um síðustu áramót  hjá þeim, sem eingöngu höfðu  lífeyri frá almannatryggingum.Slík hækkun skiptir litlu máli.

Björgvin Guðmundsson       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband