Verkalýðshreyfingin á að styðja kjarabaráttu aldraðra!

Eldri borgarar hafa engin vopn í kjarabarattu sinni eins og verkalýðshreyfingin hefur.Verkalýðshreyfingin á að styðja kjarabaráttu eldri borgara.Það á að vera jafn sjálfsagt,að verkalýðshreyfingin styðji kjarakröfur eldri borgara eins og að styðja kaupkröfur launafólks.Eldri borgarar hafa verið í verkalýðsfélögum alla sína starfstíð og greitt þar öll sín gjöld.verkalýðsfélgin geta ekki sleppt af   félagsmönnum sínum hendinni um leið og þeir verða 67 ára.Verkalýðsfélögin eiga að berjast áfram fyrir þessa félagsmenn sína þó þeir komist á eftiraunaaldur. Það er krafa eldri borgara.

 

Þegar við Guðmundur H.Garðarsson sátum saman í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík beittum við okkur fyrir því,að leitað yrði samstarfs verkalýðhreyfingarinnar í kjarabaráttu aldraðra. það var samþykkt. Kjaranefnd  Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi síðan við Alþýðusamband Íslands,BSRB,VR og formann Eflngar um samstarf.Því miður varð árangur af þessum viðræðum ekki mikill.Verkalýðsfélögin í Reykjavik sýndu ekki nægan áhuga.Hvorki Ólafía Rafnsdóttir fyrrverandi formaður VR né Sigurður Bessason formaður Eflingar sýndu áhuga á málinu.ASÍ tók kjaramál aldraðra upp  við stjórnvöld í einni kjaradeilu en síðan ekki söguna meir.BSRB talaði vel um kjaramál aldraðra en ekkert gerðist.Opinberir starfsmenn hafa sérstök samtök opinberra starfsmanna,sem komnir eru á eftirlaun en þau fá ekki nægan stuðning BSRB.

Hér þarf að verða breyting á. Verkalýðshreyfingin verður að taka málefni eldri borgara upp og berjast af fullum krafti fyrir bættum kjörum eftirlaunafólks innan sinna raða.Neikvæð afstaða stjórnvalda til kjaramála aldraðra hefur leitt í ljós,að eldri borgarar ráða ekki við verkefnið einir.Þeir verða að fá stuðning verkalýðshreyfingarinnar og þeir eiga að fá þann stuðning.

Björgvin Guððmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband