Viðreisn og Björt framtíð gera ekkert fyrir eldri borgara!

Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í  3 mánuði.Samt hefur hún ekkert gert í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Bæði Viðreisn og Björt framtíð töluðu mikið um það fyrir kosningar,að þessir flokkar vildu bæta stöðu aldraðra og öryrkja.Báðir flokkarnir hafa lykil ráðuneyti í þessum málaflokkum,Björt framtíð heilbrigðisráðherrann og Viðreisn fjármálaráðherrann og félagsmálaráðherrann.En samt gerist ekkert til hagsbóta fyrir aldraða og öryrkja.Viðreisn hefur látið orð falla um,að  bæta þurfi aðstöðu aldraðra til atvinnuþátttöku á ný en samt hefur ekkert verið gert í málinu.Um áramót tóku gildi ný skerðingarákvæði vegna atvinnutekna aldraðra.Áður var frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra 109 þúsund krónur á mánuði en það var lækkað í 25 þúsund krónur á mánuði.Viðreisn hefur lofað að leiðrétta þetta á ný.En ekkert hefur gerst í því efni á 3ja mánaða stjórnartíma stjórnarinnar. Nýi félagsmálaráðherrann frá Viðreisn lét orð falla um það,að þetta yrði leiðrétt einhvern tímann á kjörtímabilinu. Af hverju ekki strax. Eftir hverju er verið að bíða.

Þess hefur ekki orðið vart,að Viðreisn eða Björt framtíð ætli að gera eitthvað annað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur heyrst í þessum flokkum þó 5 milljarðar hafi verið teknir af öldruðum í heimildarleysi  fyrstu 2 mánuði ársins en alþingi gleymdi að setja ínn lög um almannatryggingar heimild til þess að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóða.Þessir flokkar virðast ekki hafa áhyggjur af miklum skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða almennt.Viðreisn og Björt framtið hafa greinilega sömu stefnu eins og Sjálfstæðisflokkurinn i málefum almannatrygginga.Það,sem þessi flokkar sögðu fyrir kosningar um nauðsyn þess að bæta stöðu aldraðra, hefur verið innihaldslaust kosningablaður.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband