Ellert: vill semja við stjórnvöld um kjör eldri borgara!

Ellert Schram nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík var í viðtali á Eyjunni hjá INN í gærkveldi.Hann sagðist vilja eiga samtal við stjórnvöld um kjör eldri borgara,m.ö.o, semja við stjórnvöld um kjörin.Ekki standa í stríði eða hörku.Já,gamla knattspyrnukempan er greinilega farin að eldast.En þetta er góð hugsun hjá Ellert.En ekki eins og ekki sé búið að prufa þetta. Landssamband eldri borgara undir forustu Hauks Ingibergsssonar og Jónu Valgerðar fór þessa leið.Gerði meira að segja samning við Eygló félagsmálaráðherra.Það liggur á borðinu það sem kom út úr því. Að vísu lagði Eygló fram ennþá verri kjör fyrir aldraða en fengust með hörku,með baráttufundi 1000 manna i Háskólabíói.Eygló lagði fram óbreyttan lífeyri fyrir  þá aldraða og öryrkja sem eingöngu hafa lífeyri fra almannatryggingum,þe, 0 krónu hækkun.Það var árangur samtals,samninga.Ólafur Ólafsson samdi einng við Davíð Oddson,þegar hann var forsætisráðherra.Það voru samningar og kaffifundir. En eftirtekjan var frekar rýr.

Því miður hef ég ekki mikla trú á því að Bjarni Benediktsson hafi breytt um skoðun á kjaramálum aldraðra frá þvi fyrir áramót.Ef eitthvað er á hann auðveldara með að meðhöndla Viðreisn og Bjarta framtíð en Framsókn.Það má ef til vill toga út úr ráðherrunum einhverja hungurlús með nokkrum kaffifundum en það verður ekkert sem gagn er í.

Það þarf miklu harðari baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Og verkalýðshreyfingin ein getur tryggt öldruðum nægar kjarabætur.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband