Þetta er eignaupptaka,segir Wilhelm Wessman um skerðingarnar

Wilhelm Wessman fyrrum veitingamaður var í viðtali hjá Birni Inga á Eyjunni,hjá INN um málefni aldraðra.Hann var harðorður um skerðingar ríkisins og TR á lífeyri aldraðra hja almannatryggingum vegna lífeyrissjóða.Hann sagði,að þetta væri hrein eignaupptaka eða rán.Wilhelm sagði,að Tryggingastofnun ríkisins hefði verið stofnuð 1946 og þá hefði verið skýrt tekið fram,að almannatryggingar ættu að vera fyrir alla en ekki nein fátækraframfærsla. En mörgum árum síðar hefði verið talið,að þetta væri ekki nóg og lífeyrissjóðirnir þá verið stofnaðir.Þeir hefðu átt að vera viðbót við almannatryggingar.Hugsunin hefði verið sú,að hluti af launum launafólks rynni í lífeyrissjóð.Ef t.d. hefði verið samið um 10%   kauphækkun hefði ef til vill 7% verið eftir i launaumslaginu,hitt hefði farið í lífeyrissjóð og ef til vill i sjúkrasjoð; ríkið ætti ekkert i þessum peningum. En ríkið væri búið að spyrða þetta allt saman í kerfi sem engnn skildi neitt í.Nefnd á vegum ríkisins hefði verið í 11 ár að endurskoða kerfið og þá hefði komið pínuhækkun um áramót,sem ekkert gagn værí.Enn skildi enginn kerfið og ekki einu sinni alþingismenn.

Wilhelm sagi: Ég er búinn að greiða í 45 ár í lífeyrissjóð og skatta og skyldur þann tíma en samt er ég skertur um 96 þúsund kr á mánuði, fæ lítið úr kerfinu, fæ aðeins að njóta örfárra króna.Slíkar skerðingar tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum.Í eftirlaun fer aðeins 2% af  vergri landsframleiðslu hér á landi; í Hollandi fara 5,8% í eftirlaun,í Danmörku 8%.Áróður um að hér á landi sé besta lífeyriskerfi í heimi stenzt ekki.Það eru ósannindi.Þetta er sett fram til þess að slá ryki á augun á eldri borgurum.Björn Ingi spurði Wilhelm að lokum hvað væri til ráða.Hann svaraði og sagði: Að berjast fyrir sínum kjörum,bættum kjörum og að eldri borgarar þjappi sér saman í baráttunni. Ef það skilar ekki árangri þá að fara í mál við ríkið.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband