Útgjöld til eftirlauna: Ísland 5,3%; Danmörk og Svíþjóð 10%

Samanlögð útgjöld ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema 5,3% af vergri þjóðarframleiðslu hér á landi en í Danmörku,Svíþjóð,í Hollandi og á Bretlandi eru þessi útgjöld 10%. Fyrirmyndarlandið Ísland er m.ö.o aðeins hálfdrættingur á við samanburðarlöndin.Í viðtali við Wilhelm Wessman á INN kom fram,að þegar litið er eingöngu á útgjöld ríkisins til eftirlauna eru framlögin hér aðeins fjórðungur framlags Danmerkur eða 2% hér miðað við 8% í Danmörku.Það er því sama hvar er borið niður.Ísland rekur alls staðar lestina.Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig.Þeir hafa brugðist íslensku eftirlaunafólki.Kjör þess hafa dregist aftur úr kjörum annarra launamanna á Íslandi og kjör eftirlaunafólks,aldraðra og öryrkja, hafa dregist aftur úr kjörum þessa fólks á hinum Norðurlöndunum.Frammistaða íslenskra stjórnmálamanna er skammarleg. En þeir eru duglegir við að hæla sjálfum sér og tala stanslaust um hvað allir hafi það gott á Íslandi!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

það er borin von að fá nokkuð annað útúr því að þjappa sér saman, en hita hver frá öðrum.  Þess vegna er ekkert annað eftir fyrir aldraða en að kæra ríkið fyrir valdníðslu og þjófnað.

Um leið þarf að benda þeim á sem enn eru starfandi og hafa verkfallsrétt, að virkja hann til að tryggja sína afkomu við starfslok. Því að við stafslok þá missa þeir verkfallsréttinn. 

Hrólfur Þ Hraundal, 18.3.2017 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband