Ríkisstjórnin er fallin.Viðreisn og Björt framtíð þurrkast út! Viðreisn á að slíta stjórninni strax!

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri skoðunarkönnun,sem Fréttablaðið birti í morgun.Samkvæmt könnuninni fengju Viðreisn og Björt framtíð enga þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn héldi velli en það dugar ekki til.Þessi úrslit koma ekki á óvart. Viðreisn og Björt framtíð hafa ekki komið neinum stefnumálum sínum fram.Til dæmis lofuðu báðir þessir flokkar að efla heibrigðskerfið og að bæta stöðu og kjör aldraðra en hvort tveggja hefur verið svikið.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðið öllu í ríkisstjórninni og samstarfsflokkarnir engu komið fram.Það eina,sem má nefna er það,að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist koma fram örlítilli samkeppni í landbúnaðinum en ekki er vitað enn hvernig því reiðir af; bændur hafa snúist gegn tillögunum.

Hvers vegna sögðu Viðreisnarmenn sig úr Sjálfstæðisflokknum? Það var aðallega vegna óánægju með stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum en sú óánægja náði hámarki,þegar  Sjálfstæðisflokkurinn sveik kosningaloforð sitt um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að ESB. Þetta var var eitt aðalstefnumál Viðreisnar í þingkosningunum.Það vakti því mikla undrun þegar Viðreisn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að ná þessu máli fram.En ekki nóg með það: Flokkurinn fórnaði einnig stefnumáli sínu um  myntráð ( fastgengi)fyrir ráðherrastóla.Sama var að segja um það stefnumál flokksins að bjóða upp aflaheimildir og markaðsvæða verð aflaheimilda.Viðreisn fórnaði því máli einnig en bæði Samfylkingin og VG vildu samþykkja þessi mál.Eftir að Viðreisn hafði fórnað öllum helstu stefnumálum sínum var ekki von til þess að flokkurinn heldi fylgi sínu enda hefur það hrunið af honum.Flokkurinn á aðeins tveggja kosta völ: Að slíta stjórninni strax, ef flokkurinn vill ekki þurrkast út eða að setja Sjálfstæðisflokknum afarkosti: Að samþykkja þjóðaratkvæði um ESB,myntráð og uppboð aflaheimilda.Ef flokkurinn gerir hvorugt mun hann deyja drottni sínum.

Svipað ástand er hjá Bjartri framtíð.Sá flokkur átti aldrei erindi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Þetta er miðjuflokkur með mikinn áhuga á félagshyggju sem á ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum.Flokkurinn fær 3,8% í könnun Fréttablaðsins og engan þingmann.Flokkurinn hefur ekki fengið nein mál fram.Lína Bjarna er þessi: Ekkert nýtt fjármagn í neina málaflokka .Það er sjálfsmorð fyrir flokkinn að vera áfram í stjórn með  Sjálfstæðisflokknum.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband