Úrsögn Bretlands úr ESB getur skaðað Ísland

Sérstök umræða um úrsögn Bretlands úr ESB (Brexit) fór fram á alþingi í gær samkvæmt ósk     Rósu Bjarkar þingmanns VG. Fram kom í máli Smára Mc Carthy þingmanns Pirata,að vegna úrsagnar Breta úr ESB væri efnahagslegur stöðugleiki Bretlands í hættu.Við úrsögn Bretlands úr ESB missa Bretar öll atvinnuleyfi Breta á EES svæðinu,þeir missa réttinn til þess að stofna til atvinnurekstrar hvar sem er á EES svæðinu,missa réttinn til frjálsra fjármagnshreyfinga,frjálsra þjónustuflutninga,frjálsra vinnuaflsflutninga og frjálsrar farar um EES svæðið  og meira að segja missa þeir réttinn til tollfrjálsra og hömlulausra viðskipta. Til þess að  halda einhverjum af þessum réttindum eftir BREXIT verða þeir að semja upp á nýtt og það er engan veginn víst,að samningar takist.Þessar breytingar allar geta bitnað á Íslendingum.Ekkert hefur enn verið samið um að halda réttindum Íslendinga og óvíst að unnt sé að semja um þau fyrr en  eftir Brexit.

Allar hugmyndir um að EFTA geti komið inn í myndina eru enn sem komið er óraunhæfar.Ekki er búist við að Bretar gangi í EFTA. Þeim mundi finnast það skref til baka.Fremur munu Bretar reyna að fá sérstakan viðskiptasamnng eða fríverslunarsamning við ESB.En allir samningar Breta við ESB verða erfiðir og ekki verður ráðist í þá fyrr en lokið er útgöngu Breta úr ESB.Reikna má með að Íslendingar verði að bíða á meðan.Kurteisistal ráðamanna skiptir engu máli í þessu sambandi.Það eru samningar,sem munu gilda.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband