Oddviti Framsóknar í borgarstjórn segir af sér!

Oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur,Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir,hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og þar með sem fulltrúi flokksins í borgarstjórn.Ástæðan er deilur milli hennar og flokksforustunnar um stefnuna í innflytjendamálum.Sveinbjörg gagnrýndi "mikil" framlög til skólagöngu barna hælisleitenda.Flokksforustan taldi þá gagnýni ekki samræmast stefnu Framsóknarflokksins.Hinn borgarfulltrúi Framsóknar,Guðfinna,var heldur ekki ánægður með stefnu Sveinbjargar í innflytjendamálum.

Í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sveinbjörg talsvert af atkvæðum út á þá stefnu sína að gagnrýna ríkjandi stefnu í málefnum innflytjenda og hælisleitenda.Margt benti til þess að hún ætlaði að reyna sömu leið aftur.En flokksforusta Framsóknar var ekki sátt við það.Sveinbjörg valdi af þeim sökum þá leið að yfirgefa flokkinn.Hinn valkosturinn hefði verið sá að vera kyrr í flokknum og berjast fyrir sjónarmiðum sínum og reyna að afla þeim fylgis.Ef til vill erfiðari leið.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband