Úrskurður kjararáðs fyrirmynd nýrra kjarasamninga!

Síðast þegar verkalýðshreyfingin fór fram á verulegar launahækkanur,árið 2015,samdi hún í mai það ár um 14,5% hækkun lágmarkslauna.Aldraðir og öryrkjar voru þá eins og oftast áður skildir eftir.Þeir fengu aðeins 3% hækkun lífeyris allt árið.Nú hefur ASÍ boðað,að úrskurður kjararáðs  um launahækkanir verði fyrirmynd að kjarakröfum verkalýðshreyfingarinnar.ASÍ segir,að meðaltalshækkanir kjararáðs séu 31% og sú hækkun verði miðmiðun.Kjararáð hækkaði hins vegar einstakar stéttir svo sem sem þingmenn,ráðherra,forstöðumenn ríkisstofnana,formenn mikilvægra stjórnarstofnana og fleiri miklu meira eða allt upp í 55%.Þá hækkaði kjararáð marga þessara aðila afturvirkt allt upp í 1 1/2 ár.Hækkanir þær sem kjararáð úrskurðaði voru því miklu meiri en 31%.Krafa ASÍ um 31% hækkun verður því að teljast hógvær með hliðsjón af úrskurðum kjararáðs.Að þessu sinni verða aldraðir og öryrkjar að gæta þess að lífeyrir þeirra hækki nákvæmlega jafnmikið og kaup launþega eða að lágmarki um 31% og frá sama tíma og laun munu hækka.Aldraðir og öryrkjar þurfa því strax frá deginum í dag að vera á varðbergi og gæta þess að ekki verði níðst á þeim í launamálum eina ferðina enn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband