Stórhækka á lífeyri aldraðra

 


 

Ríkisstjórn og alþingi eiga strax að stórhækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin á að samþykkja,að lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja hækki  strax og alþingi kemur saman í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt að lágmarki.Það þýðir ca. 305 þúsund kr eftir skatt.Þetta gildir fyrir þá, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Ríkisstjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim,sem hafa góðan lífeyrissjóð eða háar aðrar tekjur, þar eð grunnlífeyrir hjá þeim var þurrkaður út um síðustu áramót.

LIFA EKKI Á HUNGURLÚSINNI!

Ástæðan fyrir því,að ég legg þetta til er augljós: Það er engin leið að lifa af þeirri hungurlús, sem fyrri ríkisstjórn (Bjarni og Eygló) skammtaði  öldruðum og öryrkjum.Þá fengu aldraðir í sambúð og hjónabandi 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.En einhleypir fengu tæpar 230 þúsund  kr á mánuði eftir skatt. Það er spurning út af fyrir sig hvers vegna einhleypum og þeim sem voru í hjónabandi eða í sambúð var mismunað á þennan hátt. Og það er brot á  jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Lífeyrir einhleypra aldraðra og giftra aldraða á að vera sá sami.

ALGERAR LÁGMARKSAÐGERÐIR

Framangreindar aðgerðir,sem ég legg til fyrir aldraðra og öryrkja,eru algerar lágmarksaðgerðir.Velferðarþjóðfélag,þar sem allt flóir í peningum og öll eyðsla er í hámarki, getur ekki verið þekkt fyrir það, að halda kjörum  lífeyrisfólks niðri við um það bil 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Þetta er hlægileg upphæð, sem bannar öldruðum og öryrkjum að veita sér eitt eða neitt og setur það  í hættu, að þeir geti leyst út lyf sín og farið til læknis! Samhliða  naumri skömmtun á lífeyri hefur verið dregið úr húsnæðisstuðningi við aldraða og  öryrkja einmitt frá sama tíma og lífeyrir hækkaði  um hungurlús.Minni húsnæðisstuðningur kom því til frádráttar lífeyrishækkun og sléttaði hana alveg út hjá sumum.

LÍFEYRIR DUGI TIL MANNSÆMANDI LÍFS

Það á að mínu mati að vera fyrsta verk þingsins,þegar það kemur saman í haust,að samþykkja hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja í 400 þúsund kr á mánuði fyrir skatt. Ekkert er brýnna hjá þinginu.Þetta þýða 305 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einstaklingi.Þetta er aðeins hærra en lágmarkstekjur verkafólks eru.Það er í góðu lagi.Enda þótt lægstu launum verkafólks sé haldið niðri og þau séu of lág að mínu mati, réttlætir það ekki, að lífeyri  sé haldið jafnlágum. Aðalatriðið er,að lífeyrir og laun séu það há, að  dugi til þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af þeim greiðslum.

Björgvin  Guðmundsson

fyrrverandi borgarfulltrúi

Birt í Mbl.1.sept.2017

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband