Laugardagur, 12. apríl 2008
Vorið er að koma
Þeir sem bíða sumarsins eftir óvenjuharðan vetur geta tekið gleði sína á ný: Vorið kemur á þriðjudaginn. Þetta staðfestir Árni Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Þetta er fyrsta vísbendingin um að vorið sé að koma, segir Árni og á þar við lægð sem von er á upp að sunnanverðu landinu en hún ber með sér hlýja vinda sunnan úr Evrópu. Árni segir líklegt að hitinn fari jafnvel í tíu stig, þá helst fyrir norðvestan. Lægðinni fylgir mögulega eitthvert súldarloft.
Samkvæmt langtímaspá er gert ráð fyrir að hlýindin standi yfir í 23 vikur. Fólk getur því farið að kíkja eftir farfuglum og líta við í sumarbústaðnum og taka til, segir Árni.
Þetta eru ánægjulegar fréttir.Það er ekki alltaf sem veðurfræðingar geta sagt okkur upp á dag hvenær vorið kemur. En nú höfum við það: Vorið kemur á þriðjudaginn. Hæ.hó. Fögnum því.
Björgvin Guðmundsson
Vorið kemur á þriðjudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér austanlands er allt á kafi í snjó.
Jón Halldór Guðmundsson, 12.4.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.