Þegar Smugudeilan leystist

 

 

Í dag 17.mai á Þjóðhátíðardegi Norðmanna er samkomulag milli Íslands og Noregs mjög gott.Smugudeilan leystist   farsællega 1999  en hún var mjög erfitt deilumál milli þjóðanna. Þegar ég lét af störfum í utanríkisráðuneytinu 2002 birtist viðtal við mig í Mbl. Þar sagði svo  m.a.  1998-2001 var Björgvin sendifulltrúi við sendiráð Íslands í
Osló.Sendiherra var þá Kristinn F.Árnason.Síðan sagði: "Er við  komum til Osló  hafði
Smugudeilan siglt í strand. Viðræður lágu niðri.Menn höfðu talið
þýðingarlaust að reyna viðræður fyrir Alþingiskosningarnar 1999. Kristinn
lagði þó til, að haldinn yrði samningafundur. Það var gert og deilan
leystist." Þannig átti Kristinn F.Árnason,sendiherra Íslands í Osló    góðan þátt í að leysa Smugudeiluna.

 

Björgvin Guðmundsson
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband