Verða læknar á LHS fyrir einelti?

Einelti sem læknar á Landspítalanum segjast verða fyrir er með því mesta sem sést hefur í rannsóknum um einelti á vinnustöðum hér á landi, að sögn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, dósents í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi og líðan íslenskra, norskra og sænskra sjúkrahússlækna, sem gerð var árin 2004 og 2005 og greint var frá á ráðstefnu norrænna vinnuvistfræðinga í gær, kváðust 12,7 prósent læknanna á Landspítalanum hafa orðið fyrir einelti.

Á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhómi töldu 13,8 prósent læknanna sem þátt tóku í könnuninni sig hafa orðið fyrir einelti en 10,5 prósent læknanna á St. Olavs-sjúkrahúsinu í Þrándheimi.

Læknarnir á Landspítalanum sem kvarta undan einelti nefna oftar yfirmenn sem gerendur, heldur en læknarnir á sjúkrahúsunum í Svíþjóð og Noregi. „Þar kvarta menn frekar undan undirmönnum eða öðrum læknum sem eru jafn hátt settir,“ segir Guðbjörg Linda sem er einn aðstandenda rannsóknarinnar á starfsumhverfi lækna.(mbl.is)

Þessar upplýsingar eru mjög athyglisverðar. Hingað til hafa menn einkum haft áhyggjur af einelti,sem nemendur í skólum verða fyrir.En  einelti getur einnig  átt sér stað á vinnustöðum.Á mörgum stórum vinnustöðum eins og LHS er mikil valdabarátta og reipdráttur. Slíkt ástand getur boðið einelti heim.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Einelti gegn læknum á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Dr. Bjarni hefði aldrei kvartað undan einelti. Hann kunni að stjórna.

Júlíus Valsson, 13.8.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband