Þarf ríkisstjórnin að tala meira til þjóðarinnar?

Silfur Egils byrjaði á ný í dag eftir sumarhlé.Þátturinn var frekar bragðdaufur.Helst vakti það athygli,að Jónas H. Harals fv. bankastjóri kom fram í þættinum og ræddi efnahagsmál,ESB og virkjanamál.Hann var hress þó hann sé orðinn 89 ára.En ekki kom neitt nýtt fram hjá honum. Hann sagði,að Ísland þyrfti að sækja um aðild að ESB til þess að sjá hvaða samning Ísland gæti fengið'.Hann sagði,að  nú  væri brýnast að koma á stöðugleika í efnahagslífi og gjaldeyrismálum en ekki  að  ráðast í frekari stóriðju.Reynir Traustason blaðamaður sagði að forsætisráðherra  og ríkisstjórnin þyrfti að tala meira til þjóðarinnar. Í þeim erfiðleikum sem nú væru  þyrfti að tala kjark í þjóðina og fá hana með í þær aðgerðir,sem þyrfti að gera.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband