Bjallavirkjun kemur ekki til greina

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að hún teldi Bjallavirkjun ekki koma til greina. Nóg væri komið af risastórum uppistöðulónum á miðhálendinu.

Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar annars áfanga Rammaáætlunar um virkjanakosti, sagði hins vegar í dag, að það sé ekki óhugsandi að Bjallavirkjun geti orðið eitt af viðfangsefnum verkefnisstjórnarinnar, en óhugsandi sé að nokkrar framkvæmdir hefjist vegna Bjallavirkjunar, án þess að virkjunin verði sett á áætlunina og Alþingi samþykki.(mbl.is)

Ég er ánægður með það,að Þórunn skuli taka afdráttarlausa afstöðu til Bjölluvirkjunar. Það er of mikið um það,að ráðherrar og stjórnmálamenn slái úr og í. Ég er sammmála Þórunni,eins og fram hefur komið hjá mér áður. Ég tel Bjölluvirkjun ekki koma til greina.Hér er um of viðkvæmt svæði að ræða frá náttúruverndarsjónarmiði. Sennilega er það rétt hjá Landvernd,að Landvirkjun kastar fram hugmynd um Bjölluvirkjun til þess að nota hana sem skiptimynt í samningum um virkjanir.Það þarf greinlega að breyta lögum til þess að ríkisvaldið geti haft meiri völd en nú er til þess að ákveða virkjanir og stóriðjufrakvæmdir.Það gengur ekki að Landsvirkjun og sveitarfélögin ráði hér mestu um og ráðherrarnir séu eins og álitsgjafar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Tek undir með Þórunni. Hún er líka með fallegri brjóst en þessi gráhærða þarna fyrir norðan.

Sigurður Sigurðsson, 8.9.2008 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband