Björgunaráætlunin samþykkt í USA

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir stundu með ríflegum meirihluta frumvarp til bjargar fjármálakerfinu vestan hafs. Hlutabréf hafa hækkað í verði í Bandaríkjunum í dag og fjárfestar taka væntanlega niðurstöðu þingsins fagnandi.

Björgunaráætlunin gengur út á að stjórnvöld fái heimild til að verja allt að 700 milljörðum dala til að kaupa verðlítil húsnæðisbréf og verðbréf sem tengjast. Fulltrúadeildin felldi frumvarpið á mánudaginn en á miðvikudag fékk það brautargengi í öldungadeild þingsins eftir að skattaívilnunum og fleiri nýjum ákvæðum hafði verið bætt við upphaflegu útgáfuna.

Fulltrúadeildarþingmenn ræddu málið framan af degi og vitnuðu í stjórnspekinga fyrri tíma en líka seinni tíma menn. Þingmenn gengu svo til atkvæða og samþykktu frumvarpið nú áðan með 263 atkvæðum gegn 171. Þeirri niðurstöðu hefur verið fagnað en leiðtogar andstæðra fylkinga unnu saman í að fá nægilega marga til að samþykkja frumvarpið. Mikill þrýstingur var á þingið að afgreiða málið enda hefur efnahagsástand farið hríðversnandi í Bandaríkjunum. Um 159.000 manns misstu vinnuna vestan hafs í síðasta mánuði, mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. (ruv.is)

Vonandi verður samþykkt björgunaráætlunarinnar til þess að bæta fjármálakerfið um allan heim og þar á meðal á Íslandi.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband