Lífeyrir aldraðra 2008: 93,74% af lágmarkslaunum -- 103% frá 1.oktober

Lífeyrir aldraðra einhleypinga,sem aðeins hafa tekjur frá Tryggingastofnun er nú 103% af lágmarkslaunum verkafólks.Lífeyrir þessa hóps aldraðra er nú 150 þús. kr. á mánuði fyrir skatta,ca. 130 þús. eftir skatta.Í kjölfar kjarasamninga í feb sl. fékk þessi hópur aldraðra aðeins 7,4% hækkun á lífeyri sínum ,þegar lágmarkslaun hækkuðu um  16% og fóru í 145 þús. kr.Lífeyririnn fór í 136 þús. á mánuði fyrir skatta eða 121 þús. eftir skatta.Þarna var illa farið með eldri borgara og mótmæltu samtök þeirra þessu harðlega og þar á meðal samtök eldri borgara í báðum stjórnarflokkunum.Eftir þessa ráðstöfun var lífeyrir þessa hóps eldri borgara aðeins 93,74% af lágmarkslaunum verkafólks.Það var fyrst 1.oktober,sem lífeyrir þessa hóps eldri  borgara fór í 103% af lágmarkslaulaunum.Það er góður áfangi en hafa verður í huga,að upphæðirnar,sem við erum að tala um eru ekki háar.Þetta eru 130 þús kr. á mánuði eftir skatta.Sú upphæð er ekki til þess að hrópa húrra fyrir.Það verður að gera mikið betur en þetta fyrir eldri borgara.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband