Verður kosið í vetur eða vor?

Björn Bjarnason ráðherra mun hafa sagt í Mannamáli á Stöð 2 í gærkveldi,að ef til vill færu fram þingkosningar næsta vetur eða næsta vor. Þessi ummæli Björns koma ekki á óvart. Það eru það mikil umbrot í stjórnmálum og efnahagsmálum  hér á landi,að óvíst er að stjórnin sitji veturinn. Auk þess getur verið að stjórnin vilji freista þess að fá endurnýjað umboð sitt vegna ástandsins í landinu.

Ef ríkisstjórnin skerðir kjör fólksins í landinu verulega vegna ástandsins í efnahagsmálum  getur orðið mikil ólga.Það er vitað,að atvinnuleysi mun aukast mikið en ef við bætist  lífskjaraskerðing til viðbótur gengishruni krónunnasr,.t.d með skattahækkunum eða skerðingu lífeyrisréttinda verður ólgan meiri en svo,að stjórnin standist það.Auk þess er það mikil krafa fólksins að  stjórn og Seðlabanki axli ábyrgð af því hvernig komið er.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband