Sveitarfélögin í vanda

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélög sem hafa átt við rekstrarvanda að stríða á undanförnum árum muni lenda í verulegum vandræðum á næstunni. Þetta kom fram í máli hans á fjármálaráðstefnu sambandsins í morgun.

Ef sveitarfélag kemst í greiðsluþrot skal sú staða tilkynnt til eftirlitsnefndar og leitað samninga lánardrottna og ríkisvald um hvernig megi rétta stöðu viðkomandi sveitarfélags af. Gangi það ekki er hægt að fyrirskipa henni að leggja allt að 25% álag á útsvar og fasteignaskatt innan sinna vébanda. Þá er hægt að svipta sveitarstjórnina fjárforræði, skipa fjárhaldsstjórn, setja það í greiðslustöðvun og leitað samninga við nágrannasveitarfélög þess um sameiningar. Karl sagði fundargesti rétt geta ímyndað sér þann grát og gnístran tanna sem yrði uppi við slíkar aðstæður.

Hann nefndi að í samningi íslenska ríkisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,  um alþjóðlega fjárhagsaðstoð, séu ákvæði um útgjöld hins opinbera, sem skuldbinda sveitarfélögin að einhverju leyti. Þetta sagði hann ekkert hafa verið rætt við sveitarfélögin. Hann sagði nauðsyn á nýjum og betri vinnubrögðum ríkisins gagnvart sveitarfélögum almennt. Það hafi sýnt sig að ekki dugi að gera samninga á milli sveitarfélaga og ríkis um samskiptin þar á milli. Þau þurfi að lögbinda.(mbl.is)

Sveitarfélögin verða sjálfsagt að skera niður einhver útgjöld þar eð gjaldendur þola ekki hærri útsvör eða fasteignagjöld eins og staðan er nú.

Björgvin Guðmundsson

S

Fara til baka 


mbl.is Sveitarfélög í kröggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Guð minn almátugur ástandið er mjög slæmt,og maður hefur lofað sér að hugsa að þetta getur ekki orðið verra,þegar maður fer að sofa.Það fer sífelt versnandi hvernig verður þetta þegar fólk hættir að getað borga(fólk er þá og þegar hætt að getað borgað)er þá landið ekki farið líka.Maður má ekki hugsa þá hugsun til enda .Við megum ekki við fleirum hækkunum,eins og staðan er í dag.Mæti á laugardag með verkalýðs forustunni

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband