30.000 hafa lífeyri undir 100 þúsund kr. á mánuði

Lífeyrissjóðirnir eru mjög mikilvægir fyrir lífeyrisþega. En þeir eru mjög misjafnlega vel staddir. Verkamenn og iðaðarmenn byrjuðu seint að leggja í lífeyrissjóð og því er sá lífeyrir,sem þeir fá greiddan á efri árum mjög lágur.Lífeyrisssjóður  ríkisstarfsmanna er mjög sterkur og nýtur auk þess ríkistryggingar.30.000 lífeyrisþegar fá lífeyri undir 100 þús. kr. á mánuði.Margir eru með 40-50-þús. Það  er sáralítið.

En þó lífeyrir úr lífeyrissjóði sé lágur reynir ríkið samt að krukka í hann á tvennan hátt. Bætur eldri borgara hjá TR eru skertar vegna lífeyrisgreiðslna, Af þeim sökum heldur sá,sem fær 50 þús. kr. úr lífeyrissjóði  í raun  aðeins  helmingnum af lífeyri  sínum úr lífeyrissjóði.Og síðan skattleggur ríkið líka lífeyristekjur úr lífeyrissjóði.Það er fáheyrt. Það þarf að taka upp frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna. Frítekjumarkið ætti að vera 100 þús. kr. á mánuði.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband