Mistök að þjóðnýta Glitni

Það voru mistök að þjóðnýta Glitni. Sú ráðstöfun sendi þau skilaboð til   erlendra banka,að komið væri upp neyðarástand í íslenska bankakerfinu og  erlendu bankarnir lokuðu umsvifalaus öllum lánalínum til Íslands.Þar með hrundu hinir íslensku bankarnir og Glitnir þar með.
Formaður bankaráðs Glitnir fór fram á 2o milljarða lán í Seðlabankanum  til .þess að greiða lán í Landesbank í Þýzkalandi.Landesbank hafði lofað Glitni láni eða  framlengingu á láni en áður en til afgreiðslu á láninu kæmi fékk Seðlabankinn lán hjá Landesbank að svipaðri fjárhæð og af þeim sökum vísaði Landesbank Glitni á Seðlabankann. Það hefði því verið eðlilegt að Seðlabankinn veitti Glitni umrætt lán.Ef hann hefði gert það hefðu íslensku bankarnir sennilega lifað af fjármálaóróann.En í staðinn ákvað Seðlabanki og   ríkisstjórn að þjóðnýta Glitni með því að leggja bankanum til 75 milljarða hlutafé,þ.e. margfalda þá fjárhæð,sem Glitnir fór fram á.Í því fólust mistökin.Það voru send röng skilaboð út í heim og pukrið og leyndin sem hvíldi yfir fundunum þá helgi sem þetta var ákveðið gerðu illt verra og gáfu erlendum aðilum til kynna,að hér væri eitthvað mikið að.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ég er sammála þessu Björgvin.  Þetta eru höfuðatriðin, sem of mikið hafa horfið í rykmekki pólitískrar óreiðu í Íslenskum stjórnmálaflokkum.  Mér finnst hin höfuðatriðin vera þau, hvort hægt hefði verið að koma erlendri starfsemi bankanna fyrir í dótturfélögum erlendis í tæka tíð.  Það var allavega ekki hægt með þessu útspili að þjóðnýta Glitni.  Þannig færðum við ábyrgðina hingað heim og beint í fang þjóðarinnar, sem eftir það stendur á öndinni, á tjörninni og er við það að sökkva í þann fúla pytt.  En eftir standa sömu aðilar og ætla nú að sjá um "að redda þessu", sem var bara þeirra eigin vitleysisgangur og engra annarra.  Þeir verða nú að horfast í augu við að allar höfuðákvarðanir voru teknar af örfáum aðilum, án nokkurs samráðs við aðra hagsmunaaðila sem var málið mjög skylt og allt reið á að lendingin yrði sem mýkst, en ekki kinnhestur, sem sló allt og alla í rot.  Ég hef aldrei orðið vitni að eins mikilli skammsýni og þarna var sýnt, því verður bara ekki framhjá litið.

Máni Ragnar Svansson, 23.11.2008 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband