Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Jón Baldvin varpaði tímasprengju!
Það var alger tímasprengja,sem Jón Baldvin varpaði á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í gær,þegar hann sagði,að hann ætlaði að bjóða sig fram gegn Ingibörgu Sólrúnu,ef Jóhanna vildi ekki taka að sér formennsku.Jón Baldvin hefur að vísu gaman að því að kasta pólitískum sprengjum en mér finnst,að fyrrverandi formaður jafnaðarmanna eigi ekki að gera það. Það eru svo alvarlegir tímar í dag,að það er fremur ástæða til sameiningar jafnaðarmanna en sundrungar.Jafnaðarmenn í Samfylkingunni þurfa að standa saman en ekki sundra liðinu.
Ingibjörg Sólrún hefur staðið sig vel sem formaður Samfylkingarinnar miðað við aðstæður.Hún hefur ekki staðið sig síður en Jóhanna Sigurðardóttir enda þótt Jóhanna njóti meiri vinsælda meðal almennings.Ingibjörg Sólrún þarf ekki fremur að víkja vegna bankahrunsins en Jóhanna Sigurðardóttir.Röksemdarfærsla Jóns Baldvins í því efni gengur því ekki upp.Það eru fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna og og hruni bankanna. Þeir,sem sátu í stjórn þegar bankarnir hrundu, bera einnig pólitíska ábyrgð en þeir axla hana með því að láta kjósa og leggja sig undir dóm kjósenda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin
Ég er ekki alveg sammála þér Björgvin, Ingibjörg Sólrún er formaður annars stjórnarflokksins sem var við völd við fall bankanna.
Hún sofnaði á verðinum og sat sem fastast þar til þjóðin fékk nóg með búsáhaldabyltingunni.
Ingibjörg þarf að víkja og koma Jóhönnu í formannssætið. Það er engin tilviljun af hverju Jóhanna nýtur svo mikilla vinsælda.
Annað sem þarf að gera er að Samfylkingin þarf að lýsa afdráttarlaust að hún vilji áframhaldandi stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mér sýnist hún vera að draga lappirnar við að lýsa yfir áhuga á áframahaldandi starfi þessara flokka.
Gylfi Þór Gíslason, 16.2.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.