Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Tekjur maka skerði ekki tryggingabætur lífeyrisþega

 

 

Eitt af stefnumálum Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara er, að afnema tengingu lífeyrisgreiðslna við tekjur maka.Þetta er   mikið réttlætismál , þar eð lífeyrisgreiðslur almannatrygginga eiga að vera persónubundinn réttur óháður tekjum annara. Raunar hefur hæstiréttur úrskurðað, að óheimilt sé vegna ákvæða stjórnarskrár að skerða tryggingabætur vegna tekna maka. Einstaklingarnir eru sjálfstæðir þó þeir séu í sambúð eða hjónabandi. En eftir úrskurð hæstaréttar gerði ríkisstjórnin sér lítið fyrir og ákvað að skerða tekjutryggingu að hálfu leyti! Stjórnarskráin hefur því verið brotin að þessu leyti.

 Enga skerðingu vegna lífeyrissjóða! 

 Tillaga Sjálfstæðisflokksins um að draga úr skerðingu á tryggingabótum úr 40 í 35% vegna annarra tekna er jákvæð en gengur allof skammt.Það á að afnema skerðinguna með öllu eins og Svíar hafa gert. Við eigum að geta búið jafnvel að öldruðum og þeir gera. Það á einnig að afnema með öllu skerðingu á tryggingabótum vegna tekna úr lífeyrissjóði. Í dag er það svo,að þeir sem hafa sæmilegar lífeyrissjóðstekjur fá enga tekjutryggingu frá almannatryggingum. Samt var það svo þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir, að það var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu alger viðbót við lífeyri almannatrygginga. Það  átti ekki að skerða tryggingabætur vegna lífeyris frá almannatryggingum.Það er ekki gert í Svíþjóð og það á ekki að gera hér.

 Stofna ber embætti umboðsmanns aldraðra 

 Tillaga Samfylkingarinnar um að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra er mjög athyglisverð. Slíkur umboðsmaður á að sinna réttindamálum aldraðra og vekja athygli á stöðu þeirra og kjörum. Það er alltaf verið að brjóta á eldri borgurum og þess vegna er alger nauðsyn að fá umboðsmann eldri borgara.

 

Björgvin Guðmundsson

  

Glæsilegur landsfundur Samfylkingarinnar

 

 

Landsfundur Samfylkingarinnar,sem hófst í gær, er mjög glæsilegur. Um 1500 manns voru viðstaddir setningarathöfn fundarins en það er metþáttattaka hjá flokknum. Setningarræða Ingibjargar Sólrúnar formanns var mjög sterk og einkenndist af sóknarhug.Hlaut hún gífurlega góðar undirtektir og fram kom, að fundarmenn standa einhuga á bak við formanninn.

 Ingibjörg Sólrún kom víða við í ræðu sinni. Hún sagði, að ef Samfylkingin kæmist til valda yrði það fyrsta verk hennar að taka Íslands af lista hinna staðföstu þjóða,sem studdu innrásina í Írak. Gagnrýndi hún harðlega það athæfi stjórnarflokkanna að láta Ísland styðja innrásina. Hún sagði,að Samfylkingin mundi einnig beita sér fyrir breytingu á eftirlaunalögunum frægu sem færðu æðstu embættismönnum þjóðarinnar meiri eftirlaun en  öðrum í þjóðfélaginu.Hún ræddi ítarlega velferðarkerfið og sagði,að Samfylkingin mundi setja málefni aldraðra í forgang og útrýma biðlistum eftir rými á hjúkrunarheimilum eins og R-listinn hefði útrýmt biðlistum eftir rými á leikskólum Reykjavíkurborgar.Reist yrðu 400 ný hjúkrunarrými á fyrstu 2 árum ríkisstjórnar, sem Samfyllkingin ætti aðild að. Hún sagði, að Samfylkingin mundi berjast gegn misskiptingu og ójöfnuði og berjast fyrir auknum jöfnuði á ný eftir að ríkisstjórn ójafnaðar hefði setið við völd í 12 ár. Það er ljóst  af landsfundinum, að Sam,fylkingin lætur engan bilbug á sér finna og ætlar að sækja fram á ný og vinna sigur í þingkosningunum 12.mai.

 Björgvin Guðmundsson

Aldraðir "gleymdust" í góðærinu!

 

 

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í gær með setningarræðu formanns flokksins Geirs H.Haarde.Það,sem einkenndi ræðuna var það,  að Geir var mestalla ræðuna  að afsaka  hagstjórnarmistökin. Hann var að svara hinu merka plaggi Jóns Sigurðssonar og Samfylkingarinnar um mistök ríkisstjórnarinnar í hagstjórninni.Hans aðalsvar í því efni var að segja, að kaupmáttur hefði aukist um 60 % síðustu 12  árin. Sjálfstæðisflokkurinn og ríkisstjórnin hefur klifað á því, að  kaupmáttur hafi aukist mikið sl. 12 ár en þeir sleppa  að geta þess, að  kaupmáttur aldraðra hefur á sama tíma aðeins aukist um 20%. Ríkisstjórnin  “gleymdi” sem sagt öldruðum og reyndar öryrkjum einnig  en öryrkjar þurftu að sækja sínar kjarabætur með málarekstri gegn ríkisstjórninni í tvígang. Á áratugnum 1971- 1980 jókst kaupmáttur um 5,7% til jafnaðar á ári eða  mun meira en sl. 12 ár. Á þessu tímabili voru við völd ríkisstjórnir Ólafs Jóhannessonar, Benedikts Gröndal og Geirs Hallgrímssonar. Á viðreisnaráratugnum jókst kaupmáttur um til jafnaðar um 5,2% á  ári, þ.e. meira en síðustu 12 árin. Það tekur því þess vegna ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að guma af 5% kaupmáttaraukningu á ári  á einhverjum mesta góðæristíma landsins.Flokkurinn ætti frekar að líta í eigin barm og athuga hvers vegna aukning kaupmáttar gekk ekki jafnt yfir til allra í þjóðfélaginu.

 Engar skerðingar í Svíþjóð 

 Geir H. Haarde spilaði því út,að hann vildi  draga úr skerðingum á tryggingabótum almannatrygginga  og  fella niður skerðingar vegna atvinnutekna hjá þeim,sem væru oðrnir sjötugir og vildu vinna. Þetta er gott svo langt sem það nær og tímabært eftir 16 ára valdasetu að Sjálfstæðisflokkurinn    sjái, að það þurfi að bæta kjör aldraðra. En þetta er of lítið og of seint.Sjálfstæðisflokkurinn talar mikið um það hvað Íslendingar hafi það gott og hvað kjör  þjóðarinnar hafi batnað mikið undanfarin ár. Það er oft sagt,að Ísland sé með ríkustu þjóðum heims. En hvers vegna geta  Íslendingar þá ekki boðið öldruðum jafngóð kjör og aðrar ríkar þjóðir gera  eins og t.d. Svíar. Í Svíþjóð eru engar skerðingar á  tryggingabótum aldraðra. Við eigum að fara  eins að og afnema allar skerðingar en ekki aðeins að draga úr þeim. Hvorki atvinnutekjur né tekjur úr lífeyrissjóði eiga að skerða lífeyri  frá almannatryggingum og þetta á að gilda frá 67 ára aldri en ekki frá 70 ára aldri eins og  íhaldið leggur til.

 Geir H.Haarde gat ekkert um það í ræðu sinni hvað hann vildi hækka lífeyri aldraðra í heild mikið. Hann er í dag 126 þúsund á mánuði fyrir skatta hjá einstaklingum sem mest fá.Eftir skatta gera þetta 113 þúsund á mánuði.Hver lifir sómasamlega af þeirri upphæð í dag?  Félag eldri borgara í Reykjavík vill hækka lífeyrinn í 210 þúsund á mánuði hjá einstaklingum, þ.e. til samræmis við neysluútgjöld einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Þetta er lágmarkshækkun en ekkert kom fram hjá Geir um slíka hækkun lífeyris  aldraðra.Útspil Geirs kemur of seint og er of lítið.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin vill stórefla velferðarkerfið

 

Drög að landsfundarályktun Samfylkingarinnar voru lögð fram í dag.Samkvæmt þeim vill Samfylkingin  stórefla velferðarkerfið, skilgreina íslensku í stjórnarskrá sem opinbert tungumál, afnema pólitískar ráðningar í embætti seðlabankastjóra og gera landið að einu kjördæmi.

Í drögum að landsfundarályktun Samfylkingarinnar  segir,að eitt mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar sé að tryggja hag eldri borgara. Ráðast á í stórátak í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir eldri borgara og bæta lífeyri þeirra. Þá á að stofna embætti umboðsmanns eldri borgara. Samfylkingin vill hækka skattleysismörk, draga úr tekjutengingu barnabóta og lækka skatta á lífeyrissjóðsgreiðslur. Afnema  á stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa, afnema vörugjöld og tolla af matvöru og lækka virðisaukaskatt af lyfjum. Loks vill flokkurinn lengja fæðingarorlof í tólf mánuði

Ályktun Samfylkingarinnar er róttæk og metnaðarfull. Það er alveg ljóst samkvæmt henni,að Samfylkingin er flokkur launafólks og  þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu svo sem aldraðra og öryrkja.Landsfundur Samfylkingarinnar hefst á morgun.

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin markar sér sérstöðu í efnahagsmálum

Samfylkingin kynnti í gær úttekt sína á stöðu efnahagsmála. Þar segir, að helsta verkefni stjórnvalda sé að koma aftur á jafnvægi í efnahagsmálum.Málefnahópur undir stjórn  Jóns Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóra og iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins, vann að útektinni og lagði mikla vinnu í hana. Hefur úttektin vakið mikla athygli og m.a. er farið mjög ´jákvæðum orðum um hana í forustugrein Mbl. í dag. Segir Morgunblaðið, að það sé mikill fengur fyrir Samfylkinguna að fá svo   hæfan mann sem Jón Sigurðsson til liðs við sig. Er óhætt að segja, að Samfylkingin hafi markað sér algera ´sérstöðu í efnahagsmálum með því að leggja svo vandaða úttekt um efnahagsmál fram.

Ritið heitir Jafnvægi og framfarir - Ábyrg efnahagsstefna. Það er ekki stefna Samfylkingarinnar í efnahagsmálum heldur er þar leitast við að leggja mat á stöðu efnahagsmála í dag og horfur á næsta kjörtímabili. Fram kemur, að staðan er mjög slæm.

Í úttekt Samfylkimngarinnar segir,að  helsta verkefni hagstjórnarmála sé að koma á jafnvægi í íslenskum efnahagsmálum á ný. Með hinu mikla vaxtarskeiði sem hófst á síðasta ári hafi myndast mikil eftirspurn, farið hafi verið fram úr framleiðslugetu, það orsakaði mikinn viðskiptahalla og verðbólgu. Gengi krónunnar sé óstöðugt og vextir afar háir.

Björgvin Guðmundsson


Ójöfnuður hefur aukist meira hér en i Bandarikjunum

  

Umræðan um tekjuskiptinguna á Íslandi og aukinn ójöfnuð heldur áfram. Prófessorar við háskólann deila enn um hvað rétt í því efni. Þeir Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson hafa birt greinargóðar ritgerðir um aukinn ójöfnuð á Íslandi  síðustu 12 árin en Hannes Hólmsteinn Gissuarson heldur því fram, að ójöfnuður hafi ekki aukist hér á landi.

 

Ójöfnuður hefur aukist hér um 40-71%

 

 Í ítarlegri grein, sem Stefán Ólafsson prófessor birtir í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla haustið 2006 um aukningu ójafnaðar hér á landi færir hann óyggjandi rök fyrir því, ójöfnuður hafi aukist mun meira hér á landi en í grannlöndum okkar og raunar meira en í Bandaríkjunum, aðalríki auðvaldsskipulagsins. Ójöfnuður hjá fjölskyldum hefur aukist um 40,7% á Íslandi á tímabilinu 1993-2005, þ.e. fyrir skatta. En eftir skatta hefur ójöfnuður á þessu tímabili aukist um 71,4%. er mikið rætt um það hvort réttara miða þessar tölur við tekjur með fjármagsntekjum eða án þeirra. Án fjármagnstekna, eftir skatta, hefur ójöfnuður á umræddu tímabili aukist um 35,8% hér  á  landi. En með fjármagsntekjum, eftir skatta,  hefur ójöfnuður aukist um yfir 70%. Það er því sama hvort miðað er við tekjur með eða án fjármagnstekna: Ójöfnuður hefur aukist mikið.35,8% aukning ójafnaðar er  mjög mikið.

 Þjóðfélag misskiptingar og ójafnaðar   

Á tímabilinu 1979-2001 jókst ójöfnuður um 19,2% í Bandaríkjunum en á tímabilinu 1993-2005 jókst ójöfnuður hér á landi um  rúm 40%. Þessar staðreyndir staðfesta það, sem haldið hefur verið fram, Ísland stefnir hraðbyri ástandinu eins og það er í Bandaríkjunum og fjarlægist velferðarkerfið á Norðurlöndum. Íslensk stjórnvöld hafa með aðgerðum í skattamálum og velferðarmálum skapað hér þjóðfélag misskiptingar og ójafnaðar og það er kominn tími til   snúa við af þeirri braut.

 Hæsta verðlagið og mesta vaxtaokrið 

Þrátt fyrir nokkra lækkun á matvælaverði er Ísland enn með hæsta matvælaverð í Evrópu.Þar veldur mestu hið háa verð á landbúnaðarvörum. Til  þess verði búvara niður þarf fella alveg niður tolla á landbúnaðarvörum.Þá er orðið mjög brýnt lækka vextina og minnka vaxtamuninn. Vextir  hér eru eins og verðlag á matvörum þeir hæstu í Evrópu. Og bankarnir eru svo ósvífnir þeir láta Íslendinga greiða mikið hærri vexti og hærri þjónustugjöld en viðskiptavini sína í bönkum og útibúum sem þeir eiga á hinum Norðurlöndunum. Það væri eðlilegt Íslendingar nytu sömu bankakjara og fólk nýtur á hinum Norðurlöndunum

Við útreikning á ójöfnuði er miðað við breytingu á Gini  ójafnaðarstuðlum.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin í sókn í Reykjavík,suður

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup um fylgi flokkanna í Reykjavík suður er Samfylkingin í sókn í því kjördæmi.Könninin var birt í gær.Þar kemur fram, að fylgi Samfylkingarinnar þar hefur aukist um rúm 2% stig  frá þeirri könnun sem birtist í síðustu viku. Samfylkingin  hækkar  úr 20,7% í 23%. Hefur Samfylkingin þá hækkað  um 4,3%  stig á síðustu 2 vikum í þessu kjördæmi. VG tapa fylgi, fara úr 25,9% í 24%, Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínu með 41%, aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum með 4%. Þessar tölur eru mjög gleðilegar fyrir Samfylkingarfólk, þar eð reynslan sýnir,að Samfylkingin fær meira fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum en þessu er öfugt farið hjá Sjáfstæðisflokknum.

 Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún felldi íhaldið í Rvk. þrisvar

 

 

Ýmsir velta því fyrir sér hvers vegna ungir sjálfstæðismenn og  hægri íhaldsmenn  haldi uppi hörðum árásum á Ingibjörgu Sólrúnu,leiðtoga Samfylkingarinnar.En skýringarinnar er ekki langt að leita. Ingibjörg Sólrún var leiðtogi R-listans, sem felldi  Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í þrennum borgarstjórnarkosningum. Þetta var gífurlegt áfall fyrir íhaldið. Og öfgasinnaðir íhaldsmenn hafa aldrei getað fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu þetta. Þessum íhaldsmönnum finnst sem Ingibjörg Sólrún hafi niðurlægt íhaldið í Reykjavík.

 Þegar Ingibjörg Sólrún fór síðan í landsmálabaráttuna fyrir 4 árum réðist hún  beint að sjálfu goðinu,Davíð Oddssyni. Það þótti íhaldsmönnum einnig ófyrirgefanlegt. Fyrir kosningarnar 2003 mældist Ingibjörg Sólrún með mjög meiri vinsældir en sjálfur Davíð  eða með  10 prósentustiga meira fylgi. Það var þá sem ákveðið var í Valhöll að hefja ófræðingarherferð og stanslausar  árásir á Ingibjörgu Sólrúnu. Sú barátta hefur staðið síðan og Morgunblaðið hefur hjálpað vel til. Samfylkingarmenn þjappa sér nú saman um Ingibjörgu Sólrúnu og eru staðráðnir í því að hrinda árásum íhaldsins á hana.

 

Björgvin Guðmundsson


Frammistaða Ingibjargar Sólrúnar góð

Frammistaða Ingibjargar Sólrúnar í leiðtogaumræðum ríkisútvarpsins í gærkveldi var mjög góð.Hún var eini leiðtoginn,sem gagnrýndi harðlega óásættanleg kjör eldri borgara eftir 12 ára stjórn íhalds og framsóknar og hún gagnrýndi m.a. harðlega að  lífeyrir, ævisparnaður aldraðra, væri skattlagður eins og atvinnutekjur. Morgunblaðið tekur undir sjónarmið  Ingibjargar í  þessu efni í leiðara í dag. Gagnrýnir blaðið ríkisstjórnina fyrir að viðurkenna ekki að misskipting hafi aukist og kjör aldraðra séu bág.

 Þáttur með 6 stjórnmálaleiðtogum er erfiður í framkvæmd. En annar stjórnandinn,Sigmar,var greinilega hlutdrægur og á bandi Geirs H. Haarde í þættinum. Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda ríkisútvarpsins í slíkum þáttum, að þeir gæti fyllstu óhlutdrægni.

 Björgvin Guðmundsson

Orkufyrirtækin best komin í höndum opinberra aðila

Í drögum að stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund 2007 kemur fram, að flokkurinn vill einkavæða orkufyrirtæki landsmanna. Þessu er ég algerlega andvígur. Ég tel t.d., að orkuveita Reykjavíkur sé best komin í höndunum á Reykjavíkurborg og fram til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík látið sem hann væri því  sammála. En svo virðist ekki vera, ef miða á við drög að landsfundarályktun flokksins. Ég tel einnig,að landsvirkjun sé best komin í höndunum á ríkinu. Það er komið nóg af einkavæðingu eða einkavinavæðingu og raunar  þyrfti að stíga skref til baka  í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband