Ellert: vill semja við stjórnvöld um kjör eldri borgara!

Ellert Schram nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík var í viðtali á Eyjunni hjá INN í gærkveldi.Hann sagðist vilja eiga samtal við stjórnvöld um kjör eldri borgara,m.ö.o, semja við stjórnvöld um kjörin.Ekki standa í stríði eða hörku.Já,gamla knattspyrnukempan er greinilega farin að eldast.En þetta er góð hugsun hjá Ellert.En ekki eins og ekki sé búið að prufa þetta. Landssamband eldri borgara undir forustu Hauks Ingibergsssonar og Jónu Valgerðar fór þessa leið.Gerði meira að segja samning við Eygló félagsmálaráðherra.Það liggur á borðinu það sem kom út úr því. Að vísu lagði Eygló fram ennþá verri kjör fyrir aldraða en fengust með hörku,með baráttufundi 1000 manna i Háskólabíói.Eygló lagði fram óbreyttan lífeyri fyrir  þá aldraða og öryrkja sem eingöngu hafa lífeyri fra almannatryggingum,þe, 0 krónu hækkun.Það var árangur samtals,samninga.Ólafur Ólafsson samdi einng við Davíð Oddson,þegar hann var forsætisráðherra.Það voru samningar og kaffifundir. En eftirtekjan var frekar rýr.

Því miður hef ég ekki mikla trú á því að Bjarni Benediktsson hafi breytt um skoðun á kjaramálum aldraðra frá þvi fyrir áramót.Ef eitthvað er á hann auðveldara með að meðhöndla Viðreisn og Bjarta framtíð en Framsókn.Það má ef til vill toga út úr ráðherrunum einhverja hungurlús með nokkrum kaffifundum en það verður ekkert sem gagn er í.

Það þarf miklu harðari baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja. Og verkalýðshreyfingin ein getur tryggt öldruðum nægar kjarabætur.

Björgvin Guðmundsson


Viðreisn og Björt framtíð gera ekkert fyrir eldri borgara!

Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í  3 mánuði.Samt hefur hún ekkert gert í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Bæði Viðreisn og Björt framtíð töluðu mikið um það fyrir kosningar,að þessir flokkar vildu bæta stöðu aldraðra og öryrkja.Báðir flokkarnir hafa lykil ráðuneyti í þessum málaflokkum,Björt framtíð heilbrigðisráðherrann og Viðreisn fjármálaráðherrann og félagsmálaráðherrann.En samt gerist ekkert til hagsbóta fyrir aldraða og öryrkja.Viðreisn hefur látið orð falla um,að  bæta þurfi aðstöðu aldraðra til atvinnuþátttöku á ný en samt hefur ekkert verið gert í málinu.Um áramót tóku gildi ný skerðingarákvæði vegna atvinnutekna aldraðra.Áður var frítekjumark vegna atvinnutekna þeirra 109 þúsund krónur á mánuði en það var lækkað í 25 þúsund krónur á mánuði.Viðreisn hefur lofað að leiðrétta þetta á ný.En ekkert hefur gerst í því efni á 3ja mánaða stjórnartíma stjórnarinnar. Nýi félagsmálaráðherrann frá Viðreisn lét orð falla um það,að þetta yrði leiðrétt einhvern tímann á kjörtímabilinu. Af hverju ekki strax. Eftir hverju er verið að bíða.

Þess hefur ekki orðið vart,að Viðreisn eða Björt framtíð ætli að gera eitthvað annað til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur heyrst í þessum flokkum þó 5 milljarðar hafi verið teknir af öldruðum í heimildarleysi  fyrstu 2 mánuði ársins en alþingi gleymdi að setja ínn lög um almannatryggingar heimild til þess að skerða tryggingalífeyri vegna lífeyrissjóða.Þessir flokkar virðast ekki hafa áhyggjur af miklum skerðingum tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða almennt.Viðreisn og Björt framtið hafa greinilega sömu stefnu eins og Sjálfstæðisflokkurinn i málefum almannatrygginga.Það,sem þessi flokkar sögðu fyrir kosningar um nauðsyn þess að bæta stöðu aldraðra, hefur verið innihaldslaust kosningablaður.

Björgvin Guðmundsson

 


Verkalýðshreyfingin á að styðja kjarabaráttu aldraðra!

Eldri borgarar hafa engin vopn í kjarabarattu sinni eins og verkalýðshreyfingin hefur.Verkalýðshreyfingin á að styðja kjarabaráttu eldri borgara.Það á að vera jafn sjálfsagt,að verkalýðshreyfingin styðji kjarakröfur eldri borgara eins og að styðja kaupkröfur launafólks.Eldri borgarar hafa verið í verkalýðsfélögum alla sína starfstíð og greitt þar öll sín gjöld.verkalýðsfélgin geta ekki sleppt af   félagsmönnum sínum hendinni um leið og þeir verða 67 ára.Verkalýðsfélögin eiga að berjast áfram fyrir þessa félagsmenn sína þó þeir komist á eftiraunaaldur. Það er krafa eldri borgara.

 

Þegar við Guðmundur H.Garðarsson sátum saman í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík beittum við okkur fyrir því,að leitað yrði samstarfs verkalýðhreyfingarinnar í kjarabaráttu aldraðra. það var samþykkt. Kjaranefnd  Félags eldri borgara í Reykjavík ræddi síðan við Alþýðusamband Íslands,BSRB,VR og formann Eflngar um samstarf.Því miður varð árangur af þessum viðræðum ekki mikill.Verkalýðsfélögin í Reykjavik sýndu ekki nægan áhuga.Hvorki Ólafía Rafnsdóttir fyrrverandi formaður VR né Sigurður Bessason formaður Eflingar sýndu áhuga á málinu.ASÍ tók kjaramál aldraðra upp  við stjórnvöld í einni kjaradeilu en síðan ekki söguna meir.BSRB talaði vel um kjaramál aldraðra en ekkert gerðist.Opinberir starfsmenn hafa sérstök samtök opinberra starfsmanna,sem komnir eru á eftirlaun en þau fá ekki nægan stuðning BSRB.

Hér þarf að verða breyting á. Verkalýðshreyfingin verður að taka málefni eldri borgara upp og berjast af fullum krafti fyrir bættum kjörum eftirlaunafólks innan sinna raða.Neikvæð afstaða stjórnvalda til kjaramála aldraðra hefur leitt í ljós,að eldri borgarar ráða ekki við verkefnið einir.Þeir verða að fá stuðning verkalýðshreyfingarinnar og þeir eiga að fá þann stuðning.

Björgvin Guððmundsson

 

 


Bloggfærslur 17. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband