Skuldaleiðrétting afturkölluð að hluta?

RUV hafði eftir Tryggva Þór Herbertssyni verkefnisstjóra skuldaleiðréttingarinnar í gær, að ef svo færi að þrotabú Glitnis ynni mál um lögmæti álagningar bankaskatts á þrotabúið, yrði að afturkalla hluta skuldaleiðréttingarinnar.Þessi viðbrögð koma ekki alveg á óvart.Upphæðin,sem verja á í skuldaniðurfellingu hefur stöðugt verið að skreppa saman.Upphaflega var talað um 300 milljarða.Síðan var rætt um tæpa 80 milljarða.Og nú getur sú upphæð skroppið saman um 30% eða meira!

Ýmsir lögfræðingar létu strax í ljós efasemdir um, að það stæðist að skattleggja þrotabú. Það hefur ekki verið gert áður.Enginn veit hvert verðmæti þrotabúa föllnu bankanna er.Og það er erfitt að skattleggja það,sem hefur engan verðmiða.Dómstólar munu skera úr um það, hvort það standist að skattleggja þrotabú Glitnis. En ef Glitnir vinnur málið er ekki útilokað, að hinir 2 bankarnir,Arion og Landsbanki, fylgi í kjölfarið.Og þá gæti Tryggvi þór þurft að afturkalla alla skuldaleiðréttinguna.Við skulum vona,að það verði ekki svo sæmt.En ljóst er þó, að skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar hvilir á algerum brauðfótum.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband