Alþingi falli frá 11 milljarða hækkun matarskatts

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar ber greinilegan hægri svip.Felldur er niður auðlegðarskattur,sem leggst á stóreignir og lækkuð enn veiðigjöld útgerðarinnar.En á sama tíma og létt er sköttum af stóreignamönnum og stórgróða útgerðarinnar er virðisaukaskattur hækkaður á brýnustu matvæli um 11 milljarða!Er það nálægt því að vera sama upphæð og létt er af útgerð og stóreignamönnum.Það hefði því ekki þurft að hækka skatt á matvæli af fjárhagsástæðum.Stórhækkun matarskattsins stendur í mörgum þingmönnum Framsóknar.Höfðu þeir uppi stór orð um það áður en fjárlagafrumvarpið var lagt fram, að þeir gætu ekki samþykkt þessa miklu hækkun matarskatts.En  þeir hafa lyppast niður einn af öðrum eftir að fjárlagafrumvarpið var tekið til umræðu.Er nú ljóst,að þetta var aðeins málamyndaandstaða.En hörð andstaða er víða í þjóðfélaginu.ASÍ hefur samþykkt harðorð mótmæli og kallar frumvarpið aðför að launafólki.Bændasamtökin hafa mótmælt, svo og BSRB, kjaranefnd Félags eldri borgara og fleiri og fleiri.

Vandséð er hvernig alþingi getur afgreitt frumvarpið án þess að gera miklar breytingar á því.Annað hvort verður þingið  að fella út hækkun matarskattsins eða þá að draga stórlega úr henni.

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband