Skuldaniðurfelling fjármögnuð með lækkun vaxtabóta!

Það er nú komið í ljós hvernig ríkisstjórnin ætlar að fjármagna "lækkun" veðskulda íbúðarhúsnæðis fyrsta árið.Það er aðallega með því að lækka vaxtabætur! Árið 2011 voru vaxtabætur og sérstök vaxtaniðurgreiðsla ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 21 milljarður. Árið 2012 námu þessar vaxtabætur stjórnar Jóhönnu 18 milljörðum.En nú eru vaxtabæturnar komnar niður í 8 milljarða hjá hægri stjórninni. Þær hafa því lækkað um 10 milljarða.Um leið og hægri stjórnin rífur 10 milljarða vaxtabætur af almenningi leggur hún 11 milljarða á almenning í hækkun matarskatts.Þetta er rúmlega það,sem ríkisstjórnin segist ætla að leggja í lækkun húsnæðisskulda á þessu ári.Þetta eru sem sagt eingöngu reikningskúnstir.Og ekkert fjármagn kemur frá þrotabúum bankanna þrátt fyrir loforð þar um.

Almenningur greiðir sjálfur lífeyrissparnaðinn,sem ganga á til greiðslu húsnæðislána.En almenningur greiðir líka "leiðréttingu" húsnæðisskulda,sem ríkisstjórnin sagðist ætla að útvega fjármuni í.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru nú aldeilis kúnstugar reikningskústir. Höfundur lætur að því liggja að 11 milljarða hækkun á neðra þrepi virðisaukaskattsins eigi að nota til að fjármagna leiðréttingu húsnæðisskulda. Í besta falli rangfærsla eða útúrsnúningur. Ég hef nú reyndar grun um að höfundur viti betur. Heildaráhrifin að skattabreytingum ríksstjórnarinnar, þar sem hækkun neðra þrepsins er aðeins einn hluti af, er ætlað að skila heimilunum 4 milljörðum. Vaxtabætur síðustu ríkisstjórnar voru alltaf tímabundnar aðgerðir sem voru án sérstakrar fjármögnunar og drógu því fjármagn frá öðrum verkefnum s.s. heilbrigðiskerfinu. Leiðrétting sú sem nú á að fara fram á stökkbreyttum húsnæðisskuldum heimilanna eru fjármagnaðar með sérstökum bankaskatti sem leggst líka á þrotaú gömlu bankanna. Skattur sem er í eðli sínu tímabundin og er réttlættur með því að verið sé leiðrétta óeðlilega tilfærslu fjármuna frá heimilum til banka. Það er undarlegt að fygjast með hvernig Samfylkingarmenn fullir beiskju og særindum reyna snúa út úr þessum aðgerðum með síendurteknum rangfærslum. Taktíkin er að ef lygin er endurtekin nógu oft þá verður hún að endanum að sannleika.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 21.9.2014 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband