Strikið út skuld öryrkja við TR!

Nú er komið að þeim árlega viðburði, þegar Tryggingastofnun ríkisins sendir öryrkjum og eldri borgurum bréf og krefur þá um endurgreiðslu á ofgreiddum  bótum. Þetta þekkist ekki á hinum Norðurlöndunum. Og hvers vegna ekki? Jú,vegna þess,að svo miklar skerðingar á bótum öryrkja og aldraðra eins og hér eiga sér stað tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum.Í grannlöndum okkar láta tryggingaryfirvöld ekki aldraða og öryrkja fá bætur til þess að rífa þær síðan að verulegu leyti aftur af þeim eins og hér gerist.Það gengur ekki að krefjast þess af öryrkjum,sem eiga tæplega til hnífs og skeiðar  að þeir greiði himinháar upphæðir (milljónir) til baka eins og gerist þessa dagana.Þetta er ekki boðlegt. það verður að finna einhverja aðra aðferð til þess að komast að réttri niðurstöðu.Það er mjög sársaukafullt fyrir öryrkja og suma aldraða einnig að greiða háar upphæðir til baka.Ég legg til,að þetta árið verði skuld aldraðra og öryrkja við Tryggingastofnun strikuð út, lífeyrisþegar eiga það mikið hjá ríkinu vegna óuppfylltra kosningaloforða.Það má líta á þetta sem uppígreiðslu.Burt með "skuldina".

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mistök burokrata á ekki að bitna á öryrkjum og öldruðum, það á að afskrifa svona mistök og reka þann starfsmann(menn) sem gerðu mistökin.

Af hverju eru ekki öryrkjar og aldraðir ekki skattfrjálsir þegar þeir ná 75 ára aldri, ja það má deila um aldurin, kanski 80 ára væri betra eða 70 ara.

Mér finnst að það sé illa farið með þá sem eru aldraðir og hafa ekki einu sinni fjármagn til að lifa sómasamlegu lífi í ellinni.

Kveðja frá Nesinu

Jóhann Kristinsson, 27.7.2015 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband