Aldraðir eiga að fá sömu hækkun og launþegar lögum samkvæmt.-14% meðaltalshækkun 2015

 

Á þessu ári hafa óvenju margir nýir kjarasamningar verið gerðir.Margar stéttir hafa samið um kaup sín og kjör.Það hefur verið samið um verulegar kauphækkanir, meiri en mörg undanfarin ár.Verkalýðshreyfingin og meirihluti þjóðarinnar taldi,að kjör hinna lægst launuðu væru  orðin svo  lág,að engin leið væri að framfleyta sér á þeim.Það var sátt um það í þjóðfélaginu,að lyfta yrði launum þeirra lægst launuðu veruega upp.1.mai sl. Sömdu Flóabandalagið,Starfsgreinasambandið og VR um,að lágmarkslaun skyldu hækka í 300 þúsund á mánuði á 3 árum.Lágmarkslaun skyldu hækka um 31 þúsund krónur á mánuði eða  um 14,5% strax.Samiðn samdi um svipaða hækkun fyrir iðnaðarmenn.

Miklar launahækkanir lækna og kennara

 Framhaldsskólakennarar sömdu um 44% launahækkun á 3 árum, þar af fengu þeir 11% hækkun vegna úrskurðar gerðardóms í deilunni um kjör BHM.Grunnskólakennarar sömdu um 33% launahækkun á 3 árum og 11% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar.Læknar sömdu um 25-40% launahækkun á 3 árum.Hjúkrunarfræðingar sömdu um 23,9% launahækkun á 4 árum og BHM fékk 13% launahækkun á 2 árum.Mjólkurfræðingar sömdu um 18% launahækkun,blaðamenn fengu 16% launahækkun og þannig mætti áfram telja.Meðaltalslaunahækkun 12 kjarasamninga á þessu ár er 14% eða svipuð og launahækkun verkafólks.

Aldraðir eiga að fá sömu hækkun  og launþegar

Aldraðir og öryrkjar eiga að fá sömu hækkun á lífeyri sínum og launþegar fengu á  sínum launum ,þ.e 14-14,5%.En ríkisstjórnin hefur neitað því.Hún vill aðeins láta lifeyrisþega fá 9,4% hækkun og ekki fyrr en á næsta ári.Lífeyrisþegar fá enga hækkun í 8 mánuði.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Enda eru svikahrappar við störf inni á Alþingi sem lokkuðu trúverðuga kjósendur til að kjósa þau. Bara að muna eftir næstu kosningum aldrei að kjósa þau aftur inná Alþingið. En gallinn er bara sá, maður er farin að halda að engin nú á dögum kann að kjósa. Enda má búast við því á næstum kosningum þá mun fólk kjósa þessa svikahrappa aftur inná Alþingið, enda eru Íslendingar með svo slæmt gullfiskaminni og svo auðveld bráð þeirra vinsælu snobbóttu græðgimanna að þau munu aftur vilja fá þessa svikatrúða aftur inná Alþingið alveg sama hvað þau hafa gert sinni eigin þjóð.

Því einsog með síðustu kosninga þá kusu tæp 50% þjóðarinnar xB og xD aftur inná Alþingið þótt þeir flokkar stóðu sig ekkert við það sem þau lofuðu síðast áður en þau voru aftur kosin aftur inná Alþingið. Þannig því miður er maður hræddur um að Íslendingar munu aftur kjósa þessa nákvæmlega sömu trúða aftur inná Alþingið, því þannig er Ísland, að trúa svikahröppum þótt þeir hafa klúðrað hlutunum áður. Sem er nú frekar skammarlegt að þessir tveir flokkar xB og xD skuli fá að komast upp með að brjóta gegn lýðveldinu sem stjórnarskráin margskipar „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum“, sem og maður spyr: „Fyrir hvaða lögum er Ísland jafnt?“, því miður engum lögum, því eins og með launastefnu Íslands þá er enginn jafn, því miður :-(

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 16.10.2015 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband