Kári segir ekki að marka orð hjá Bjarna.Lífeyrir lægri en í kreppunni!

Ummæli Kára Stefánssonar um,að ekki sé að marka orð hjá Bjarna Benediktssyni,hafa vakið mikla athygli.Hann segir,að Bjarni þurfi að fá sér aðra vinnu.Það er í samræmi við það sem ég hef sagt: Þeir sem svíkja kosningaloforð sín frá kosningunum 2013 geta ekki sótt um vinnu hjá okkur kjósendum á ný.

Eldri borgarar vilja, að lífeyrir hækki a.m.k. eins mikið og lágmarkslaun.Samkvæmt lögum á lífeyrir að taka mið af launaþróun eða hækkun vísitölu neysluverðs. Eftir þessu hefur ekki verið farið.Á árunum 2015 og 2916 hækkuðu lágmarkslaun um 20,7%.En lifeyrir hækkai aðeins um 12,7% á þessum sömu árum eða 8 prósentustigum minna!

  Athugun á staðtölum Tryggingastofnunar ríkisins leiðir í ljós, að í samanburði við lágmarkslaun hefur lífeyrir aldraðra hækkað minna í tíð núverandi stjórnar en í tíð fyrri stjórnar þegar kreppa ríkti i kjölfar bankahruns.Árið 2009 í upphafi kreppunnar hækkaði lífeyrir um 115% af lágmarkslaunum en árið 2015 hækkaði lífeyrir aðeins um 94,5% af lágmarkslaunum.Það er með öðrum orðum skjalfest í gögnum Tryggingastofnunar,að núverandi ríkisstjórn hefur verið að hlunnfara aldraða (og öryrkja); hefur ekki hækkað lífeyrinn nándar nærri eins mikið og lágmarkslaun hafa hækkað.Með þessu athæfi sínu hefur ríkisstjórnin brotið lög.

 Ríkisstjórninni nægir ekki að brjóta kosningaloforðin gagnvart öldruðum og öryrkjum heldur níðist ríkisstjórnin einnig núna  á lífeyrisfólki.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband