Hækka á lífeyri og afnema tekjutengingar strax!

Hvað er brýnast að gera í kjaramálum aldraðra og öryrkja? Það sem er áríðandi að gera strax er eftirfarandi:

Hækka þarf lífeyri um 30% á mánuði strax.Það er lágmark svo unnt sé að lifa af honum.Afnema þarf tekjutengingar eins og lofað var að gert yrði fyrir kosningarnar 2013.Það á að standa við það.

Lífeyrir einhleypinga er í dag 207 þúsund á mánuði eftir skatt og 246 þúsund fyrir skatt.Hækkun um 30% þýðir 320 þúsund á mánuði fyrir skatt eða nokkurn veginn samhljóða neyslukönnun Hagstofunnar,sem segir,að einhleypingar noti til jafnaðar 321 þúsund á mánuði. Þetta er algert lágmark miðað við það,að greiða þarf skatt af þessari upphæð.Það fara 20% af þessu í skatt.

Afnám tekjutenginga er einnig mikið hagsmunamál aldraðra og öryrkja. Það mundi þýða það,að Tryggngastofnun hætti að skerða lífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði en það á ekki að eiga sér stað þar eða eldri borgarar og öryrkjar sem greitt hafa í lífeyrissjóð eiga lífeyrinn,sem þar er.Skerðing af þessum ástæðum er eins og eignaupptaka.Ef stjórnvöld meina eitthvað með því að greiða fyrir því að eldri borgarar geti unnið eftir að þeir komast á eftirlaun á einnig að hætta skerðingum vegna atvinnutekna. Það kostar ríkið ekki neitt þar eð það fær skatta af atvinnutekjunum.

Fjármálaráðherra lofaði því í bréfi til eldri borgara fyrir síðustu kosningar að afnema tekjutengingar.Hann á að standa við það.Hann hefur fengið einhver atkvæði út á þetta loforð.Kannski hefur það komið honum til valda. Ef hann getur ekki staðið við það á hann að segja af sér þó seint sé.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mig minnir að loforð Bjarna Ben hafi verið skilyrt um að flokkur hans færi með forystu í ríkisstjórn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.8.2016 kl. 09:19

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Sæll! Nei.Það var bundið við, að hann kæmist í stjórn.Fjármálaráðherra ræður mestu um mál sem þetta.Bjarn getur afgreitt þetta ef hann vill.Hann hefur enn tækifæri.

Bestu kveðjur. 

BG

Björgvin Guðmundsson, 30.8.2016 kl. 09:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann hefur tækifærið en vantar áhugann á þessari leiðréttaingu því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2016 kl. 09:45

4 identicon

Ég er ekki alveg kominn á eftilaunaaldur, en ef ég væri kominn þangað, þá væri ég, vegna skerðingar króna á móti krónu. Þá væri ég búinn að borga í lífeyrissjóð í 33 ár fyrir einn þúsundkall.

Björgvin þakka þér kærlega fyrir þín baráttu og þrautseigju.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.8.2016 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband