"Afrek " ríkisstjórnarinnar!

Karlagrobb ráðherranna er hlægilegt,þegar þeir tíunda "afrek" ríkisstjórnarinnar.Þeir segja,að ríkisstjórnin hafi lækkað skuldir heimilanna,hún hafi sótt fé til slitabúa föllnu bankanna og  komið á hallalausum fjárlögum.Ríkisstjórnin lofaði að lækka skuldir heimilanna um 300 milljarða og taka það  fé frá þrotabúum bankanna.Ríkisstjórnin lækkaði 300 milljarðana niður í 80 milljarða brúttó og síðan dróst kostnaður frá.En ekki var ein króna af þessum 80 milljörðum tekin af þrotabúum bankanna heldur voru peningarnir allir sóttir í skattfé landsmanna.Framkvæmd þessarar niðurfærslu var síðan þannig, að það voru lækkaðar skuldir þeirra,sem  best stóðu en ekkert gert fyrir þá sem verst voru staddir.Uppgjör þrotabúa bankanna er ekki mál,sem ein ríkisstjórn getur eignað sér. Þrjár ríkisstjórnin unnu að því máli: Fyrst stjórn Geirs Haarde með neyðarlögunum,síðan stjórn Jóhönnu með lagasetningu um að setja þrotabúin undir gjaldeyrishöftin og loks núverandi stjórn með lokalagasetningu um málið.Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur greiddu atkvæði með lögunum um að setja þrotabúin undir gjaldeyrishöftin.Ef þau lög hefðu ekki verið sett, hefði ekki verið unnt að afnema höftin.Þriðja málið,sem stjórnin gortar af,hallalaus fjárlög eru stolnar fjaðrir,þar eð stjórn Jóhönnu eyddi ríkishallanum með ströngum ráðstöfunum í ríkisfjármálum og sársaukafullum niðurskurði.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband