Allir innviðir samfélagsins í svelti þrátt fyrir góðæri!

Fyrir síðustu þingkosningar sögðust allir flokkar vilja efla innviði samfélagsins.Allir flokkar vildu í orði efla heilbrigðiskerfið og nær allir flokkar vildu einnig efla skólakerfið og vegakerfið enda hvort tveggja í miklu svelti.Viðreisn og Björt framtíð sögðust auk þess bera hag aldraðra og öryrkja fyrir brjósti.Sjálfstæðisflokkur,Viðreisn og Björt framtíð komust til valda. En hverjar urðu efndir kosningaloforðanna. Í stuttu máli sagt: Allt var svikið.Viðreisn og Björt framtíð höfðu gleymt öldruðum og öryrkjum strax eftir kosningar.Það er eins og Jónas Krisjánsson sagði: Viðreisn og Björt framtíð lugu sig inn á þjóðina!

Ég hef þegar skýrt frá því hvernig skorið hefur verið niður og verður skorið niður í heilbrigðiskerfinu.Skorið er einnig niður í háskólanum og í framhaldsskólunum.Því hafði verið lofað,að sparnaður af styttingu námstíma i skólunum mundi ganga inn í skólakerfið en það er svikið og ríkishítin hirðir peningana.Alþingi samþykkti í fyrra,rétt fyrir þinglok,framsækna samgönguáætlun. Hún var skorin niður við trog en nokkrar krónur látnar til baka vegna mikilla mótmæla.Það er sama hvar borið er niður. Það er alls staðar niðurskurður eða fjársvelti.Það er eins og það sé kreppa i þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband