Þriðjudagur, 18. september 2018
Kjarabarátta aldraðra á krossgötum
Er ég fór á eftirlaun 2002, fór ég fljótlega að skrifa greinar í dagblöðin um kjaramál eldri borgara.Fyrsta greinin,sem ég skrifaði um þau má,l var í Morgunblaðinu 22.nóvember 2003.Hún fjallaði um nauðsyn þess að hækka ellilífeyri.Frá þeim tíma hef ég skrifað 650 greinar um kjaramál aldraðra og öryrkja og um þjóðfélagsmál.
Dropinn holar steininn
Ég fæ mikið hrós fyrir greinar mínar um málefni eldri borgara og öryrkja en stundum spyrja menn: Hefur þetta einhver áhrif? Taka ráðamenn nokkuð mark á þessum skrifum, þessari gagnrýni? Ég svara venjulega: Dropinn holar steininn. Og ég er sannfærður um,að rökstudd gagnrýni á slæm kjör eldri borgara og öryrkja mun hafa áhrif um síðir.Ég var um langt skeið formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík.Á því tímabili voru gerðar margar ályktanir um slæm kjör aldraðra og um þær hækkanir á lífeyri,sem kjaranefndin og stjórn félagsins vildi fá.Okkur fannst stundum,að árangur af tillöguflutningi okkar væri ekki mikill.Af þeim sökum hafa oft verið upp hugmyndir um að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni.Hefur helst verið rætt um málsókn gegn ríkinu í þvi sambandi, en einnig útifundi og undirskriftasöfnun.Þá hefur einnig verið rætt um að eldri borgarar ættu að taka upp samstarf við verkalýðshreyfinguna í kjarabaráttunni og fá hana til þess að styðja kröfur eldri borgara um bætt kjör..
Langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda
Undanfarið hefur þess greinilega orðið vart, að eldri borgarar og öryrkjar eru orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda.Kröfur eldri borgara um aðgerðir verða æ háværari.Aðalkrafan er um málsókn vegna mannréttindabrota og vegna skerðingar á lífeyri almannatrygginga hjá þeim,sem greitt hafa í lífeyrissjóð.Flestir eldri borgararr telja það lögbrot að skerða tryggingalífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Þeir telja,að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera hrein viðbót við almannatryggingar.
Til skamms tíma hafa eldri borgarar látið duga að skammast í fjölmiðlum og í samfélagsmiðlum vegna þess að þeir telja brotið á sér. En fyrir skömmu varð hér breyting á. Einn eldri borgari,rúmlega áttræð kona, ákvað að efna til undirskriftasöfnunar nánast ein síns liðs.Sú undirskriftasöfnun er í gangi,á netinu,eingöngu rafræn.Konan hringdi til mín eftir að hún las blaðagrein eftir mig um ítrekuð mannréttindabrot á eldri borgurum. Hún var ánægð með greinina. En hún vildi líka aðgerðir,málsókn eða undirskriftasöfnun.það varð úr, að ég veitti henni nokkra aðstoð við að hrinda af stað undirskriftasöfnun.Sú undirskiftasöfnun stendur nú yfir og verður til 8.oktober 2018.Allir,sem orðnir eru 18 ára, geta skrifað undir.
Engan skort á efri árum
Yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar er :.ENGAN ,SKORT Á EFRI ÁRUM. Þar segir,að elli-og örorkulífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði.Knýja þurfi fram það mikla hækkun lífeyris, að aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.
Þetta er sjálfsögð krafa, þetta eru mannréttindi.Það er tekið fram í 76.grein stjórnarskrárinnar,að ríkið eigi að veita aðstoð vegna elli og örorku, ef þarf.Vissulega þarf aðstoð,þegar lægsti lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukotnaði.Ég tel því að stjórnvöld,alþingi og ríkisstjórn, séu að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Eg tel,að stjórnvöld séu einnig að brjóta lög á öldruðum með því að hækka lífeyri ekki í samræmi við launaþróun eins og tilskilið er í lögum.Gífurlegar launahækkanir urðu á árinu 2015 á sama tíma og lífeyrir hækkaði um 3%. Þetta var að mínu mati gróft brot á þessu lagaakvæði.Og þetta lagaakvæði hefur ítrekað verið brotið á öldruðum og öryrkjum
Neikvæð afstaða alþingis og ríkisstjórnar til aldraðra hér á landi er óskiljanleg og allt önnur en afstaða stjórnvalda á hinum Norðurlöndunum til eldri borgara.Þar er afstaðan jákvæð til aldraðra.
FEB ræðir málaferli
EF til vill er kjarabarátta eldri borgara á krossgötum í dag.Félag eldri borgara í Reykjavík fjallar nú um það hvort fara eigi í mál við ríkið vegna mikilla skerðinga á lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Út af því máli er gífurleg óánægja,svo mikil að nálgast uppreisn.Óánægja vegna þess hve ríkið heldur lægsta lífeyri mikið niðri er einnig gïfurleg.Eldri borgurum finnst orðið tímabært að efna til aðgerða.Fyrsta aðgerðin er undirskriftasöfnunin en fleiri munu fylgja á eftir.Eldri borgarar og öryrkjar hafa nú tækifæri til þess að sýna hvort þeir vilji standa saman til þess að knýja fram kjarabreytingar.Væntanlega sýna eldri borgarar styrk sinn með því flykkja sér um undirskriftasöfnunina.
Björgvin Guðmundsson
Mbl. 18.sept.2018
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Athugasemdir
+Fyrirgefðu Björgvin, en ég vissi ekki alveg hvert ég átti að leita. Ég var að hlusta á Útvarp Sögu þar hrindi inn kona sem sagði frá undirskriftalista, sem væri í gangi vegna kjara aldraðra og öryrkja og hvatti hún fólk til að skrifa undir. Henni láðist að segja hverslóðin á þennan undirskriftalista væri en hún nefndi þitt nafn og vonast ég til að þú getir hjálpað mér í þessum efnum.
Jóhann Elíasson, 18.9.2018 kl. 12:08
JÓhann!Slódin er:listar.island.is/Stydjum/23---Það þarf íslykil eða rafræn skilríki.-bestu kveðjur.Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 18.9.2018 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.