Laugardagur, 22. september 2018
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sviku loforð um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar kreppunnnar
Talnakönnun gerði athugun á því hver kjaraskerðing öryrkja hefði verið á krepputímanum vegna kjaragliðnunar.Kjaranefnd Félags eldri borgara gerði sams konar útreikninga á kjaraskerðingu aldraðra. Samkvæmt útreikningum Talnakönnnar hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013,meðaltekjur öryrkja (allar tekjur,fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu um 4,1% á sama tímabili (tekjur eftir skatta).Verðbólga var á tímabilinu 20,5%.Kaupmáttarskerðing var því mjög mikil.Talnakönnun athuugaði einnig breytingu lífeyris,verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013.Þá kom eftirfarandi í ljós:Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einheypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%.Mismunurinn er kjaraskerðingin.(Lifeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%).Samkvæmt útreikningum kjaranefndar FEB hækkuðu lágmarkslaun um 40% á tímabilinu 2009-2013 en lífeyrir einhleypra eldri borgara,sem eingöngu höfðu tekjur frá TR, hækkaði um 17% á sama tímabili.Mismunurinn er kjaraskerðingin,kjaragliðnunin.-Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.Hér er engin tæpitunga töluð.Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax.Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda eftir kosningar m.a. út á þetta loforð,fékk fjármálaráðherrann en sveik þetta kosningaloforð! Er ekki farinn að efna það enn í dag. En ráðherrar hafa hækkað eigin laun ótæpilega. Framsóknarflokkurinn lofaði einnig að leiðrétta kjaragliðnunina. Flokkurinn samþykkti eftirfarandi á flokksþingi sínu 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkj verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Framókn sveik þetta loforð einnig.- Þessir tveir flokkar hafa ráðið mestu um landsstjórnina frá 2013. Þeir hafa verið samstíga í því að svíkja aldraða og öryrkja.Og aðild VG að stjórn með þeim hefur engu breytt. VG er aðili að svikunum í dag!
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Athugasemdir
Þú fylgist vel með Björgvin og hafðu þökk fyrir það. Það er orðið lífsspursmál fyrir aldraða og öryrkja að losna við núverandi fjármálaráðherra út úr Íslenskri pólitík. Maðurinn er siðblindur vingull sem vílar ekki fyrir sér að hunsa landsfundar samþykktir.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.9.2018 kl. 17:57
Sæll Hrólfur! Það er óásættanlegt,að íslenskir stjórnmálamenn svíki kosningaloforð sín eins og sjálfsagt sé og fari síðan fram á endurkjör.Hér þarf að verða breyting á.MBK Björgvin
Björgvin Guðmundsson, 22.9.2018 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.