Líkti starfsemi LÍ í Bretlandi við strandhögg víkinga

Sighvatur Björgvinsson starfsmaður utanríkisráðuneytisins var  gestur Björns Inga í Markaðnum  á Stöð 2 í gær.Ræddi Sighvatur m.a. bankahrunið og ástandið í efnahagsmálum. Sighvatur sagði,að íslenskir víkingar
hefðu á sínum tíma gert strandhögg í Bretlandi og víðar.Þeir hefði farið ránshendi um.Hið sama hefði í rauninni gerst nú  með starfsemi íslensku bankanna í nágrannalöndum okkar ( þ.e.  með Icesave reikningunum). 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fullyrða má og færa til þess rök að um sögufölsun sé um aðræða að það hafi verið íslenskir víkignar sem gerðu strandhögg á Bretlandseyjum og víðar, t.d. Normandí. Um 800 hófu ræningjar frá suður Noregi að venja komur sínar til Bretlands. Þeir voru úr Víkinni, en svo nefndist fjörður sá sem nú er kenndur við Ósló. Eru Víkingar af þessu komið og er óskiljanlegt að sumir vilji líta fram hjá þessu. Það verður ekki fyrr en undir lok 9.aldar eftir Hafurfjarðarorustu að flótti brestur í andstæðinga Haraldar lúfu sem sumir nefna hinn hárfagra. Nú má lesa í Íslendingasögum að landflótta víkingar frá Noregi komu við einkum á Írlandi og námu á brott þræla þvi ekki nenntu þeir að sjá um venjuleg heimilsstörf né barnauppeldi. Fyrir það töldu þeir sig vera of fína rétt eins og nýríku Nonnanir sem nú eru óðum þessa dagana að koma sínum hagsmunum á þurrt.

Sighvatur mætti gjarnan lesa sig betur til og ekki vera að gera meir úr þessum gömlu ránsmálum en ástæða er til. Nóg er komið af því góða.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.11.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll. Þegar Sighvatur var heilbrigðisráðherra þurfti hann að skera niður ríkisútgjöld en varð fyrir því óhappi að handleggsbrjóta sig. Þá var ort:

Á Sighvati margan sé ég feil,
en seint mun ég í því botna
að niðurskurðar hendin er heil
en hin er alltaf að brotna.

Þegar Sighvatur var gróinn meina sinna var ort:

Segi ég við Sighvat minn
svo að bætist skaðinn.
Hættu að brjóta handlegginn
en hálsbrjóttu þig í staðinn.

Þetta var allt ort og sagt til gamans.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.11.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband