Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Íbúðalánasjóður yfirtekur húsnæðislán sparisjóða
Samningar eru á lokastigi um yfirtöku Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á innlendum húsnæðislánum SPRON og Sparisjóðsins í Keflavík (SPKef).
Um er að ræða hluta af húsnæðislánasafni SPRON, sem er um 20 milljarða króna virði, og þann hluta fimmtán milljarða króna safns SPKef, sem lánaður var í krónum.
Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra ÍLS, verða lánin keypt af sparisjóðunum með afslætti. Við gerum sérstakan samning við hvern og einn aðila um það á hvaða kjörum við kaupum lánin.
Tveir sparisjóðir til viðbótar hafa leitað eftir viðræðum við ÍLS um yfirtöku á húsnæðislánum sínum, en enginn stóru bankanna þriggja hefur óskað eftir slíkum viðræðum. Húsnæðislán í erlendri mynt verða ekki yfirtekin sem stendur.
Íbúðum, sem ÍLS hefur eignast á nauðungaruppboðum, fjölgaði mikið á síðasta ári. Í ársbyrjun 2008 átti sjóðurinn 54 slíkar íbúðir, en í árslok voru þær orðnar 205 talsins.
Vanskil almennt jukust hratt hér á landi í fyrra og var sú þróun hafin áður en bankarnir féllu í byrjun október. Þá voru um 16.000 einstaklingar á vanskilaskrá, en í árslok voru þeir komnir í tæplega 18.000. Framangreint bendir til þess að erfiðleikar heimila hafi aukist mikið.
Gert er ráð fyrir því að tillögur um greiðsluaðlögun verði lagðar fyrir Alþingi fljótlega. Miða þær að því að gera einstaklingum, sem eru ófærir um að standa í skilum, kleift að leita nauðasamninga um skuldaaðlögun.(mbl.is)
Þetta er ágætt skref en aðeins 1 skref. Það þarf einnig að færa lán úr bönkum til Ils. Og síðan þarf að flytja myntkörfulán fra bönkum til Ils.
Björgvin Guðmundssin

Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Aldraðir í Hafnarfirði gagnrýna ráðherra
Félag eldri borgara í Hafnarfirði gagnrýnir heilbrigðisráðherra harðlega fyrir að loka St.Jósefsspítala.Einnig gagnrýna eldri borgarar í Hafnarfirði að ákvörðun yfirvalda um breytingar á Sólvagi,sem gerð var fyrir 3 árum hafi ekki komið til framkvæmda.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Þróttmikill borgarafundur
Sjónvarpið sýndi borgarafundinn sl. mánudagskvöld í dagskránni í gærkveldi. Var mjög gaman að ská fundinn í heild. Fundurinn var mjög þróttmikill og fór vel fram enda þótt nokkuð væri púað á ræðumann Viðskiptaráðs. Það er ágætt að fundarboðendur fái gagnstæð sjónarmið fram á borgarafundum en framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs,sem talaði var í rauninni að verja þá stefnu,sem olli bankahruninu og þess vegna var púað.Það var eðlilegt,
Ræða Wade frá Londin School of Economics bar af á fundinum. Hann varaði við því í blaðagrein í júli sl.,að hrun væri yfirvofandi í bönkunum hér.En menn tóku ekki mark á honum. Þegar grein Wade var borin undir forsætisráðherra sagði hann,að menn tækju ekki meira mark á grein Wade hér en bréfi í DV.Ekki von,að vel hafi farið.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Olíuleit á Drekasvæðinu boðin út
Fýsilegt er að byggja upp þjónustu í Gunnólfsvík í Finnafirði á olíuleitarstiginu sem áætlað er að geti staðið í 8 til 10 ár. Í upphafi verði að mestu nýtt mannvirki sem til staðar eru í sveitarfélögunum Vopnafjarðarhrepp og Langanesbyggð. Jafnframt eru aðstæður í Gunnólfsvík til frekari uppbyggingar taldar mjög fýsilegar þegar og ef olía og gas finnst á svæðinu. Þetta er meðal helstu niðurstaðna staðarvalsskýrslu vegna þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Útboð vegna olíuleitarinnar verða auglýst á morgun. Úthluta á fimm leyfum síðari hluta ársins.
Á 135. löggjafarþingi Íslendinga 2007-2008 var lögð fram og samþykkt þingsályktunartillaga um að fela ríkisstjórninni að aðstoða sveitarfélögin Vopnafjarðarhrepp og Langanesbyggð við að undirbúa og kanna þörf á starfrækslu þjónustumiðstöðvar sem gæti annast alla helstu þjónustu hérlendis við skip sem leita olíu á Drekasvæðinu.
Í kjölfar þessarar samþykktar stofnuðu sveitarfélögin félagið, Drekasvæðið ehf., til þess að vinna að undirbúningi málsins. Í febrúar 2008 ákvað Iðnaðarráðherra að aðstoða sveitarfélögin með fjár- og vinnuframlagi til þess að standa straum að sérfræðiaðstoð við þarfagreiningu og staðarvalsathugunum fyrir þjónustumiðstöð á svæðinu. Verkefnið var boðið út í mars meðal nokkurra verkfræðistofa með reynslu í sambærilegum verkefnum og var samið við Línuhönnun og Almennu verkfræðistofuna í apríl 2008.
Markmið verkefnisins var að kanna möguleika og hagkvæmni þess að á svæði þessara sveitarfélaga verði reist þjónustumiðstöð fyrir olíuleit, tengdar rannsóknir og síðar mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Verkefnið fólst í þarfagreiningu fyrir starfsemi olíuleitarfyrirtækja á fyrstu tveimur stigum olíuleitar, þ.e.a.s. mælingum og tilraunaborunum og síðar borun dýpri borhola ef í ljós kemur að slíkt sé fýsilegt. Þessi fyrstu ferli geta tekið allt að 8-10 ár. Að þeim tíma liðnum gætu vinnsluboranir hafist.
Í skýrslunni skyldi og meta möguleika til uppbyggingar þjónustusvæðis á landi á vinnslustigi olíu og gass í Gunnólfsvík í Finnafirði. Í þessu sambandi átti að greina þá aðstöðu sem fyrir er á svæðinu og möguleikum á frekari uppbyggingu hennar þ.a. notkunar-, umhverfis- og öryggiskröfum sé framfylgt.
Staðarvalsskýrslan liggur nú fyrir og verður kynnt á íbúafundum í sveitarfélögunum Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð í dag.(mbl.is)
Hér eru miklir atvinnumöguleikar.Rannsóknir og kannanir krefjast mikillar þjónustu og er talið,að Vopnafjörður sé vel fallinn til þess að vera þjónustumiðstöð á könnunar-og rannsóknarstigi en Finnafjörður þegar olíuleit hefst.Össur Skarphéðinsson,iðnaðarráðherra,hefur drifið undirbúning máls þessa áfram af miklum krafti.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Þegar Kennedy var kosinn forseti Bandaríkjanna
Eftir 6 daga tekur Obama við forsetaembættinu í Bandaríkjunum.Miklar vonir eru bundnar við valdatöku hans.Ég var í Bandaríkjunum,þegar John F.Kennedy var kosinn forseti.Ég fylgdist með kosningunum sem blaðamaður og flutti erindi í útvarpið um kosningarnar. Ég fór á kosningafundi í New York hjá báðum frambjóðendunum Kennedy og Nixon.Það var mjög skemmtilegt. Kennedy var mjög hrífandi persónuleiki. Hann talaði algerlega blaðlaust og hreif fólk með sér. Nixon var þunglamalegur og talaði af blöðum. Þar var mikill munur á. Á kosningadaginn fór ég ásamt öðrum blaðamönnum á milli kjöstaða og fylgdist með.Þetta var hreint ævintýri.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Taka ber bílana af bankastjórum og ráðherrum
Það er mikið talað um það þessa daga hvað kreppan sé mikil og að hún muni dýpka eftir nokkra mánuði.En ekki verður séð á bruðlinu í bönkunum,að alvarleg kreppa sé í landinu.Ruglið í bönkunum heldur áfram. Bankastjórarnir eru með mikið hærri laun en ráðherrar og margföld laun á við almenning í landinu. Auk þess eru þeir með bíla og alls konar hlunnindi. Það á að taka bílana af bankastjórunum og afnema ýmis konar hlunnindi,sem þeir hafa.Auk þess á að lækka laun þeirra.Þeir þurfa ekki fremur en almenningur í þjóðfélaginu að hafa bíla til umráða.Þeir geta sætt sig við svipuð kjör og aðrir í þjóðfélaginu. Einnig á að taka bílana af ráðherrunum.Þeir geta notað eigin bíla á meðan kreppa ríkir í þjóðfélaginu. Þegar mikið liggur við má nota leigubíla en yfirleitt ættu ráðherrar og bankastjórar að nota eigin bíla eins og almenningur verður að gera.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Var Seðlabankinn að fara í þrot?
Skattgreiðendur gætu tapað allt að 270 milljörðum króna vegna framsals á kröfum Seðlabankans á fjármálafyrirtæki til ríkisins.
Alls voru framseldar kröfur að fjárhæð 345 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru kröfur að andvirði 75 milljarða króna með tryggum veðum í ríkistryggðum bréfum en restin, 270 milljarðar króna, voru með ótryggum veðum sem mikil óvissa er um hvernig innheimtist.
Þorri þeirra veða var bréf sem föllnu bankarnir þrír gáfu út, þau eru verðlaus í dag.(mbl.is)
Svo virðist,sem Seðlabankinn hafi verið óvarkár,þegar hann lánaði viðskiptabönkunum háar fjáræðir gegn ótryggum veðum.270 milljarðar eru tapað fé og Seðlabankinn sennilega gjaldþrota ef ríkið hleypur ekki undir bagga með honum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
IMF lánið ónotað.Getum skilað því
Samningum við Færeyinga um 50 milljóna Bandaríkjadala lán er lokið. Viðræður við Dani, Finna, Norðmenn, Svía, Pólverja og Rússa um samtals allt að 3 milljarða dala lán standa hins vegar enn yfir, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Þessir peningar hafa því ekki borist til bankans enn.
Fyrsti hlutinn af 2,1 milljarðs dala láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), 827 milljónir dala, barst Seðlabankanum í lok nóvembermánaðar síðastliðins. Eru þeir fjármunir geymdir á reikningi Seðlabankans hjá bandaríska seðlabankanum í New York og hefur ekkert af þeim verið notað enn. Afgangurinn af láninu verður greiddur í átta jöfnum áföngum, um 155 milljónir dala hvert sinn, á þriggja mánaða fresti. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er von á næstu greiðslu þegar ársfjórðungsleg skoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda fer næst fram í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ætla má að það verði í næsta mánuði.
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti þann 19. nóvember síðastliðinn beiðni Íslands um lán og áætlun um að koma á efnahagsstöðugleika hér á landi.(mbl.is)
Með því,að við höfum ekkert notað lán IMF enn getum við skilað því,ef við ákveðum að greiða ekki Icesave reikningana.Á meðan við erum með gjaldeyrishöft í gangi þurfum við ekkert lán frá IMF. Lánið var hugsað til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum en því hefur greinilega verið frestað að framkvæma þau.Margir telja,að það verði of mikil skuldabyrði fyrir íslenska ríkið að greiða stóran hluta Icesave reikninganna ásamt vöxtum af lánum vegna þeirra og vöxtum af láni IMF. Því sé betra að taka engin lán, hvorki frá IMF eða erlendum þjóðum vegna Icesave. Við getum alla vega endurmetið stöðuna nú úr því ekkert hefur verið notað af láni IMF. Það er ekkert í tilskipun ESB um ábyrgðir vegna spariinnlána sem segir,að íslenska ríkið eigi að greiða eitthvað vegna þessara reikninga. Íslenska ríkinu ber ekki skylda til þess að greiða neitt.
Björgvin Guðmundssin

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Bankahrunið: Hver er ábyrgð stjórnvalda?
Eftirlitsstofnanir,Fjármálaeftirlit og Seðlabanki,brugðust gersamlega eftirlitshlutverki sínu,þegar bankarnir skuldsettu sig langt umfram það,sem eðlilegt gat talist og þöndu sig út í 12-falda þjóðarframleiðslu. En hver var ábyrgð stjórnvalda? Hún var og er mikil. Stjórnvöld eru yfir FME og Seðlabanka og áttu að sjá til þess,að þessar stofnanir gegndu hlutverki sínu.
Upphaf ófaranna má rekja til einkavæðingar bankanna.Eftir að bankarnir voru komnir í hendur einkaaðila,sem kunnu ekki að reka banka, breyttust bankarnir úr viðskiptamannabönkum og hefðbundnum lánastofnunum í fjárfestingarbanka,sem bröskuðu með eignir og verðbréf.Þá var markmiðið ekki lengur að ávaxta sparifé og lána einstaklingum og fyrirtækjum á Íslandi,nei þá varð markmiðið að græða sem mest á alls konar braski með pappíra og fyrirtæki. Meiri og meiri áhætta var tekin og meiri og meiri erlend lán tekin,þar til skuldsetning var orðin svo mikil erlendis,að engin leið var að borga þessi lán til baka. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn horfu sofandi á þessa þróun í stað þess að stöðva hana. Ríkisstjórnir fyrr og nú horfðu einnig aðgerðarlaus á þessa þróun.Stjórnvöld áttu að stöðva þessa þróun og þá hefði mátt afstýra bankahruninu. Þorvaldur Gylfason varaði við þessari þróun hvað eftir annað og Robert Wade gerði það einnig og hann spáði hruni,ef ekkert yrði að gert.En íslensk stjórnvöld skelltu skollaeyrum við þessum viðvörunum. Þeirra ábyrgð er því mikil.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Efst á baugi
Árið 1960 fengum við Tómas heitinn Karlssson blaðamaður þá hugmynd að hleypa af stokkunum í útvarpinu fréttatengdun vikulegum útvarpsþætti. Útvarpsráði leist vel á hugmyndina og þátturinn var samþykktur.Nefndum við þáttinn " Efst á baugi" og hann lifði í 10 ár,var í hverri viku.Þegar þátturinn hætti hafði hann verið lengur samfellt í útvarpinu en nokkur annar útvarpsþáttur. Við fluttum í þættinum skýringar á erlendum fréttum og umsagnir um þær. Einnig reyndum við að vera með eitthvað skemmtilegt i hverjum þætti.Efnið fengum við úr erlendum dagblöðum en við höfðum góðan aðgang að þeim, þar eð við vorum báðir blaðamenn,Tómas á Tímanum og ég á Alþýðublaðinu og síðar á Vísi.
Efst á baugi naut mikilla vinsælda.Í því efni hjálpaði til,að þátturinn byrjaði áður en sjónvarpið kom til sögunnar en einnig var þátturinn alltaf á besta hlustunartíma.Enn í dag er ég að hitta menn,sem hlustuðu alltaf á þáttinn og voru ánægðir með hann.
Björgvin Guðmundssoin