VG setti engin skilyrði! Lét hégómann nægja!

Hvers vegna hefur VG ekki fengið framgengt neinum af stefnumálum sínum í velferðarmálum í stjórninni? Svarið er mjög einfalt: VG setti engin málefnaleg skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við tvo íhaldsflokka,íhald og framsókn.VG var svo mikið í mun að komast í stjórn að það var látið duga að fá forsætisráðherrann,fundarstjóra stjórnarinnar.VG lét m.ö.o hégómann duga.VG fórnaði málefnunum fyrir hégómann.Formanni VG fannst meira atriði að hafa hátt embætti,geta flogið um loftin blá og hitt erlenda fyrirmenn en að leysa aðkallaði innlend velferðarmál. Þetta voru mikil mistök. Þegar farið er í stjórnarsamstarf með flokkum með öndverða stefnu og með flokki sem er stærri er nauðsynlegt að setja skilyrði og semja um málin fyrirfram.VG hefði getað lært af Alþýðuflokknum í þessu efni.Hann fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum (og Sósialistaflokknum) 1944 og aftur 1959. Í bæði skiptin setti Alþýðuflokkurinn hörð skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi.1944 setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði,að almannatryggingum yrði komið á fót.Þetta samþykkti Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins og sýndu mikinn metnað í því að íslensku almannatryggingarnar yrðu í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu.1959 setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi,að almannatryggingarnar yrðu stórefldar með mikilli aukningu fjölskyldubóta.Það var einnig samþykkt. En VG setti engin málefnaleg skilyrði.Flokkurinn lét sér nægja hégómann.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband