Miðvikudagur, 16. janúar 2008
Það verður að breyta kvótakerfinu
Ég er sammmála Guðjóni. Mannréttindanefnd Sþ. telur,að Ísland brjóti mannréttindi með kvótakerfinu eins og það er framkvæmt. Það mismunar borgurunum. Kerfið er ósanngjarnt.og er í rauninni brot á stjórnarskrá landsins. Samkvæmt stjórnarskránni skal ríkja atvinnufrelsi í landinu en kvótakerfið sviptir marga atvinnufrelsi. Þeir fá ekki að stunda útgerð og sjósókn,þar eð þeir hafa ekki kvóta. Það verður að leiðrétta kerfið og gera öllum,sem það vilja, kleift að stunda útgerð og sjósókn.
Ríkisstjórnin getur ekki hundsað samþykkt Mannréttindanefndar Sþ. Hún verður að taka tillit til nefndarinnar og breyta kvótakerfinu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. janúar 2008
Á hverju stendur,Jóhanna?
Allra augu mæna nú til Jóhönnu Sigurðardóttur,félags-og tryggingamálaráðherra.Menn bíða þess að sjá hvað hún ætlar að gera í lífeyrismálum aldraðra.Hún hefur ekkert gert enn. Hún tók við lífeyristryggingum almannatrygginga og yfirstjórn Tryggingastofnunar um síðustu áramót.En hún var byrjuð að undirbúa þá yfirtöku fyrir áramót og búin að skipa nefndir og starfshópa til þess að fjalla um þessi mál löngu fyrir áramót. En ekkert hefur samt gerst nema birting yfirlýsingar um að eitthvað verði gert til þess að draga úr tekjutengingum á þessu ári.
Hvað dvelur orminn langa?
Hvað dvelur orminn langa?Eftir hverju bíður Jóhanna? Er hún að bíða eftir að fá grænt ljós frá íhaldinu? Ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald. Hver ráðherra ræður sínum málaflokki. Það þýðir því ekki af afsaka sig með því að það standi á Sjálfstæðisflokknum.Jóhanna verður að leggja fram sínar tillögur um hækkun á lífeyri aldraðra.Hún hefur flutt slíkar tillögur mörg undanfarin ár,þar á meðal um afkomutryggingu aldraðra. Allar athuganir og tillögur eru því tilbúnar. Nú vantar bara viljann og kjarkinn.
Leiðréttingar má gera í áföngum
Jóhanna getur strax lagt fram tillögur um afkomutryggingu aldraðra, um að lífeyrir aldraðra hækki sjálfvirkt í samræmi við breytingar á framfærslukostnaði eða neyslukostnaði, t.d. í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands. Leiðréttingar má gera í áföngum,þannig að aukin útgjöld dreifist á ákveðinn tíma.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 12. janúar 2008
Sþ.: Kvótakerfið byggir ekki á sanngjörnum grunni
Úrskurður Mannréttindanefndar Sþ. um kvótakerfið íslenska er umtalaður og hefur þegar valdið deilum.Sjávarútvegsráðherra talar varlega um úrskurðinn og er ljóst af orðum hans, að hann vill lítið gera. Aðrir eins og Jón Magnússon þingmaður frjálslyndra og Magnús Þór Stefánsson varaformaður frjálslyndra vilja fara eftir úrskurðinum.
Ragnar Aðalsteinsson hrl. segir, að ef Ísland taki ekki tillit til úrskurðarins verði Ísland úthrópað á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru nú forgangsmál hjá íslenska utanríkisráðuneytinu.Ekki þýðir því að horfa fram hjá úrskurðinum.Ef við viljum mannréttindi fyrir aðra viljum við þau einnig fyrir okkur.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir í úrskurði um íslenska fiskveiðikerfið, að það sé lögmætt markmið íslenskra stjórnvalda að vernda fiskistofna með kvótakerfi í fiskveiðum. Hins vegar hygli íslenska kerfið þeim sem upphaflega fengu úthlutað varanlegum kvóta og það byggist ekki á sanngirni.
Í tilfelli íslenska kvótakerfisins sé kveðið á um það í 1. grein laga um stjórn fiskveiða, að fiskistofnar við Ísland séu sameign íslensku þjóðarinnar. Hins vegar hafi sú viðmiðun, sem notuð var til að úthluta veiðikvótum í upphafi, og kunni að hafa verið eðlileg og hlutlaus aðferð þá, orðið varanleg þegar lögin tóku gildi og breytt upprunalegum nýtingarrétti á almannaeign í einkaeign. Kvótar, sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði, og á leigumarkaði, í stað þess að þeir renni á ný til ríkisins og sé úthlutað að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.
Segir mannréttindanefndin, að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á, að þessi útfærsla á kvótakerfinu uppfylli sanngirniskröfur. Segir nefndin, að í þessu máli sé niðurstaðan sú að þau forréttindi, sem upprunalegir kvótahafar hafi notið, byggist ekki á sanngjörnum grunni.
Föstudagur, 11. janúar 2008
Sþ: Kvótakerfið óréttlátt
.
Mannréttindanefnd SÞ hefur úrskurðað að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið sé óréttlátt og að
íslenskum stjórnvöldum beri að endurskoða kerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Þeir keyptu kvótalausan bát og fóru á veiðar án kvóta. Mennirnir voru dæmdir í Hæstarétti.
Lúðvík Kaaber, lögmaður þeirra, segist ávallt hafa talið að fiskveiðistjórnunarkerfið sé búið til úr lofti. Það hafi mannréttindanefndin nú staðfest. Nefndin sé alþjóðleg stofnun og Ísland hafi skuldbundið sig til að virða úrskurði hennar og fylgja eftir.
Sjávarútvegsráðherra leggur áherslu á að álitið sé tekið alvarlega og farið rækilega yfir hvernig skuli brugðist við því, en hann telur það ekki vera bindandi.
Úrskurður mannréttindanefndar Sþ. er mikill áfellisdómur yfir kvótakerfinu íslenska.Stjórnvöld geta ekki stungið hausnum í sandinn. Þau verða að taka tillit til dómsins og endurskoða kerfið. Forseti Alþingis er sammála.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 11. janúar 2008
Lífeyrir aldraðra hefur ekki verið hækkaður um eina krónu!
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Ríkisstjórnin hafnar sérstökum skattafslætti fyrir þá lægst launuðu
Ríkisstjórnin hefur nú hafnað tillögum ASÍ um sérstakan persónuafslátt fyrir þá læst launuðu.Þar sem er úr sögunni,að heildarsamkomulag náist milli verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveitenda með aðkomu ríkisvaldsins.ASÍ var að reyna að koma á hóflegum samningum svo verðbólga færi ekki úr böndunum en forsenda slíkra samninga var sérstakur skattafsláttur fyrir þá lægst launuðu. Það stendur í stjórnarsáttmálanum að rikisstjórnin vilji auka jöfnuð í þjóðfélaginu og bæta kjör þeirra lægst launuðu. En þetta virðast aðeins vera marklaus orð á pappír.Hið sama er að segja um það ákvæði stjórnarsáttmálans, að styrkja stöðu aldraðra.Þrátt fyrir það akvæði hefur lífeyrir aldraðra enn ekki verið hækkaður um eina krónu frá almannatryggingum.
Afstaða ríkisstjórnarinnar til skattatillagna ASÍ getur leitt til þess að gerðir verði verðbógusamningar.Nú fara samningarnir í hendur hinna ýmsu sérsambanda verkalýðshreyfingarinnar. Kröfur þeirra verða mikið hærri en ella hefði orðið. Það verða gerðar miklar kröfur um hækkun lægstu launa sem eðilegt er,þar eð ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim smánarlaunum,sem þeim lægst launuðu eru greidd í dag.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Mbl. vill sprengja meirihlutann í Rvk.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag er fjallað um áramótagrein Geirs Haarde forsætisráðherra.En Geir ræðir í greininni myndun ríkisstjórnar með Samfylkingu eftir kosningar og hvers vegna ekki hafi verið mynduð stjórn með Vinstri grænum.Styrmir Gunnnarsson ritstjóri Mbl. barðist hatrammlega fyrir því eftir kosningar,að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði ríkisstjórn með VG og hefur Styrmir aldrei almennilega sætt sig við núverandi rikisstjórn. Þeir Guðmundur Ólafsson og Sigurður G. Tómasson á Útvarpi Sögu segja,að í rauninni sé Styrmir foringi stjórnarandstöðunnar.
Í Reykjavíkurbréfi í dag segir Mbl. ( Styrmir) að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að mynda meirihluta með VG í borgarstjórn Reykjavíkur og sprengja meirihlutann sem nú er við völd. Ef slíkt tækist gæti það orðið upphafið að samstarfi Sjálfstæðisflokksins og VG á landsvisu.Mbl. er sem sagt enn að berjast fyrir samstarfi við VG. Blaðinu liggur í léttu rúmi þó málefnalegur ágreiningur sé mikill milli íhalds og VG. Aðalatriðið er að koma Samfylkingunni frá völdum og VG til valda. Málefnin skipta engu máli í því sambandi.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 3. janúar 2008
Sagan af 5 milljörðunum
Fimm milljarðarnir! |
![]() Ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu 5.desember sl. um að hún ætlaði einhvern tímann á næsta ári að draga úr skerðingum tryggingabóta aldraðra og öryrkja.Ríkisstjórnin sagði þessar ráðstafanir kosta 5 milljarða á ári. Að kvöldi sama dags var viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur,félagsmálaráðherra um þessar ráðstafanir í kastljósi Sjónvarpsins.Fréttakonan, sem ræddi við Jóhönnu, spurði með öndina í hálsinum: Og getur ríkisstjórnin bara tekið 5 milljarða sí sona ( úr loftinu) Jóhönnu vafðist tunga um tönn en hafði ekki fyrir því að leiðrétta fréttakonuna.Ljóst var, að samúð fréttakonunnar var öll með ríkisstjórninni en ekki með öldruðum og öryrkjum. Fréttakonan hafði áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ríkisstjórnin gæti látið heila 5 milljarða til aldraðra og öryrkja.Hún reiknaði greinilega með því að það yrði að reiða þessa peninga fram strax .Ef hún hefði unnið heimavinnu sína hefði hún komist að því, að þessar væntanlegu ráðstafanir, sem átti eftir að samþykkja á alþingi, hefðu ekki kostað ríkissjóð nema 2,6 milljarða að hámarki á árinu 2008.Og ef hún hefði kafað dýpra í málið hefði hún komist að því, að þessar miklu ráðstafanir í þágu öryrkja og aldraðra hefðu ekki kostað neitt á árinu 2008. Samkvæmt könnun og útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst aukast skatttekjur ríkissjóðs um 4 milljarða á ári við það að draga úr skerðingu tryggingabóta aldraðra. . Björgvin Guðmundsson |