Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Viðræður Samfylkingar og VG halda áfram
Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, munu halda áfram í fyrramálið en í kvöld fer fram vinna í málefnahópum. Hlé var gert á fundi flokkanna í Alþingishúsinu undir kvöld. Formenn flokkanna sögðust bjartsýnir á framhaldið.
Þegar málefnavinnunni er lokið munum við ræða verkaskiptinguna milli flokkanna, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, en átti ekki von á að niðurstaða fengist fyrr en á morgun. Nefndi hún m.a. að ráðast þyrfti í miklar aðgerðir til að bæta hag heimilanna og fyrirtækja og að fara þyrfti fram einhvers konar siðbót. Í því sambandi nefndi hún m.a. að breyta þyrfti lögum um ráðherraábyrgð, setja siðareglur og tryggja faglega stjórn Seðlabankans.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók í sama streng og áréttaði að þingflokkar beggja flokkanna ættu aðkomu að málinu. Við nálgumst þetta þannig að draga fram mikilvægustu atriðin og hafa þetta fá, skýr og mikilvæg atriði sem mest liggur á að vinna og vera ekki að flækja málin með öðru, sagði Steingrímur.
Ljóst er orðið að Jóhanna Sigurðardóttir muni veita ríkisstjórninni forystu en að öðru leyti vildu formennirnir ekkert gefa uppi um önnur ráðherraembætti.(mbl.is)
Auk þess að Jóhanna verður forsætisráðherra mun Steingrímur J. verða fjármálaráðherra en þetta eru tvo valdamestu embættin.Ekki er unnt að slá neinu föstu um önnur ráðherraembætti.
Björgvin Guðmundsson

Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Viðræður um stjórnarmyndun hafnar
Forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru mættir á fund í Alþingishúsinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti laust fyrir hádegi í dag að hann myndi veita umboð fyrir þessari stjórnarmyndun. Steingrímur J. Sigfússon formaður VG sagði fyrir fundinn að lögð verði áhersla á að ljúka viðræðum sem fyrst.
Steingrímur sagði við fréttamenn að ætlunin væri að reyna að mynda ríkisstjórn og að taka eins skamman tíma og hægt er í það. Hann sagðist vonast til þess að þessir tveir flokkar, VG og Samfylking næðu saman um málefnin enda væru svipaðar áherslur í mörgum málum. Þó væri alls óvíst hve langan tíma það mun taka að mynda ríkisstjórnina.
Fyrir þennan fund hittist þingflokkur VG í Vonarstræti þar sem farið var yfir þau málefni sem flokkurinn ætlar að leggja áherslu á í viðræðunum.
Þau Ingibjörg Sólrún, Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður og Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sitja fundinn fyrir hönd Samfylkginar.
Fyrir hönd Vinstri grænna eru á fundinum auk Steingríms þau Ögmundur Jónasson þingflokksformaður og Katrín Jakobsdóttir varaformaður flokksins. (visir.is)
Vonandi tekst þessi stjórnamyndun fljótt, Við megum engan tíma missa.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ágúst Ólafur hættir
Ágúst Ólafur Ágústsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við þingkosningarnar í vor.Þetta eru slæm tiðindi. Það er mikil eftirsjá af Ágústi Ólafi. Hann er mjög vel menntaður maður og hæfileikaríkur stjórnmálamaður. Hann var kosinn varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins en honum hefur verið haldið niðri. Hann hefur ekki fengið að njóta sín sem skyldi. T.d. var gengið framhjá honum þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var mynduð.Hann var ekki skipaður ráðherra. Í stjórnmálum verður að virða leikreglurnar. Við getum ekki reiknað með því að ungt fólk gefi kost á sér í stjórnmál,ef svo er ekki.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Hvernig stóð ríkisstjórnin sig?Stjórnin byrjaði með kossi og henni lauk með kossi
Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hófst með kossi og henni lauk með kossi. Geir Haarde kyssti Ingibjörgu Sólrúnu við upphaf stjórnarinnar og hann kyssti hana á ný við stjórnarslit í gær.Samstarf þeirra leiðtoganna var með ágætum. En það var ekki nóg. Foringjarnir voru nokkuð einangraðir a.m.k var Ingibjörg Sólrún ekki í nægulegu sambandi við grasrótina í Samfylkingunni og því fór sem fór.
Hvernig stóð stjórnin sig? Framan af gekk stjórninni nokkuð vel. Hún tók ágæt skref í velferðarmálum og hækkaði skattleysismörk.Að vísu var eftir að gera betur í málefnum aldraðra og öryrkja, En eftir bankahrunið stóð ríkisstjórnin sig illa. Mál gengu hægt og ekki var tekið nægilega hart á misferli í bönkunum.Alltof seint var hreinsað til í Fjármálaeftirliti og ekki var búið að gera neinar breytingar í Seðlabanka ,þegar stjórnin féll. Þó voru þetta þær tvær stofnanir sem báru aðalábyrgð á bankahruninu.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Felldi Samfylkingarfélagið í Rvk. stjórnina?Minnihlutastjórn í fæðingu
Margt bendir til þess að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir stórn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, verði mynduð í dag og að Framsóknarflokkurinn verji hana falli.
Jóhanna hefur fallist á að veita slíkri stjórn forystu og á þingflokksfundi Vinstri grænna í gærkvöldi voru línurnar lagðar fyrir samstarf í slíkri stjórn. Þá er ekki talið útilokað að frjálslyndir muni einnig verja slíka stjórn falli, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í raun einn í minnihluta.
Frjálslyndir hefðu þó heldur viljað þjóðstjórn allra flokka, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefði viljað, en þverrandi líkur eru á því eins og staðan er. Þess er nú beðið hverjum Ólafur Ragnar Grímsson forseti, veitir umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Almennt er talið að hann geri það í dag þar sem mörg brýn verkefni bíði úrlausnar í þjóðfélaginu.(visir.is)
Þorsteinn Pálsson ritar leiðara um stjórnarslitin í Fréttblaðið
í dag. Hann segir,að örlög ríkisstjórnarinnar hafi verið ráðin þegar Samfylkingarfélagið í Reykjavík samþykkti stjórnarslit.Hann harmar fall stjórnarinnar og segir,að þessir tveir flokkar Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi átt að geta náð saman um ýmis góð mál. Í leiðaranum er bent á,að ESB málinu hafi verið vikið til hliðar.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 26. janúar 2009
Hvaða ríkisstjórn er æskilegust?
Tveir stjórnarmöguleikar eru líklegastir eftir að stjórn Geirs Haarde féll,þ.e. þjóðstjórn eða minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með hlutleysi Framsóknar.Mér list betur á minnihlutastjórnina.Svo mikill ágreiningur er milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eftir stjórnarslitin,að þessir flokkar ættu erfitt með að vinna saman í þjóðstjórn.Samfylking og VG ættu hins vegar að geta unnið vel saman að aðkallandi vandamálum vegna heimila og fyrirtækja ef þessir flokkar ná á annað borð saman.Ef slík minnihlutastjórn tekst vel gæti hún stuðlað að áframhaldandi stjórnarsamstarfi þessara flokka eftir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Stjórnin er fallin
Ríkisstjórnin er fallin.Það var orðin mikil óánægja með stjórnina í röðum Samfylkingarmanna eins og sást af samþykkt Samfylkingarfélags Reykjavíkur.En svo virðist þó sem Ingibjörg Sólrún vildi halda stjórnarsamstarfinu áfram ef gerðar yrðu breytingar á yfirstjórn Seðlabankans,ríkisstjórninni og stjórnkerfinu yfirleitt.Um tíma virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið að öllum kröfum Samfylkingarinnar og stjórnin mundi halda áfram.En undir lok viðræðna setti Samfylkingin fram kröfu um að forsætisráðuneytið færðist til Samfylkingarinnar.Þessa kröfu féllst Sjálfstæðisflokkurinn ekki á og stjórnin sprakk.
Ég tel leitt,að stjórnin skyldi springa vegna ágreiniings um ráðherrastóla.Ég var lítt hrifinn af stjórninni þegar hún var mynduð en hins vegar tel ég,að stjórnin hefði átt að sitja fram að kosningum úr því sem komið var.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Vilhjálmur Bjarnason: Atferli bankastjórnenda landráð
Upplýst hefur verið um alls konar vafasamar ráðstafanir bankastjórnenda einkabankanna að undanförnu þar á meðal ráðstöfun og lánveitingar Kaupþings rétt fyrir hrunið,miklar lánveitingar til tengdra aðila,sem ekki voru bornar undir lánanefnd Kaupþings eins og áskilið var.Vilhjálmur Bjarnason gagnrýndi ýmsar vafasamar ráðstafanir einkabankanna í þættinum Silfri Egils í gær. Hann kallaði atferli bankastjórnenda landráð.Atferli bankastjórnenda olli hruni bankanna og alls íslenska fjármálakerfisins
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 26. janúar 2009
Þingflokksfundir standa yfir
Þingflokksfundir Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins eru að hefjast í Alþingishúsinu og eru stjórnarþingmennirnir að týnast inn í húsið. Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að niðurstaða verði að nást í stjórnarsamstarfið í dag.
Hann sagði í samtali við blaðamann mbl.is að Samfylkingin geri kröfu um að hlutirnir gangi betur fyrir sig en hingað til en neitaði að öðru leyti að tjá sig um stjórnarsamstarfið.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, sagði við komuna á þingflokksfund Samfylkingarinnar að grundvallaratriðið væri að sama hreinsun ætti sér stað í Seðlabankanum og tilkynnt hafi verið um í Fjármálaeftirlitinu.(mbl.is)
´Örlög stjórnarinnar ráðast á þessum fundum.Samkomulag mun um þau mál,sem einhverja þýðingu hafa og þá má ekki láta deilur um minni atriði eins og ráðherrastóla valda slitum.
Björgvin Guðmundsson

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, ræðir við blaðamenn fyrir þingflokksfund sjálfstæðismanna. mbl.is/Golli
Mánudagur, 26. janúar 2009
Samkomulag að nást milli stjórnarflokkanna?
Fjölmiðlar greina frá því í morgun,að samkomulsg sé komið milli stjórnarflokkanna um öll mál,sem máli skipta svo sem breytingu á yfirstjórn Seðlabankans,frekari breytingar á ríkisstjórn og þar á meðal á verkaskiptingu og að gerðar verði ráðstafanir til þess að bæta hag heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn mun víst vilja auka niðurskurð ríkisútgjalda til þess að mæta kröfum IMF. Það eina sem mun standa út af er ósk Samfylkingar um að fá forsætisráðuneytið en Samfylkingin mun ætla að láta af hendi utanríkisráðuneytið.Ef samkomulag er komið um öll fyrri ágreiningsatriði skil ég ekki framkomna ósk Samfylkingar um að fá forsætisráðuneytið. Það er engin þörf á því fyrir Samfylkinguna að fá forsætisráðuneytið og ég get vel skilið að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki láta það af hendi þar eð flokkurinn myndaði stjórnina og hefur haft forsætisráðherrann.Sennilega er ósk Samfylkingar komin vegna þess að Samfylkingin mundi fá forsætisráðherra í stjórn með VG en ég sé ekki,að Samfylkingin geti haldið þeirri ósk til streitu í viðræðum við Sjálfstæðisflokkin.Við skulum ekki búa til ný ágreiningsefni.
Björgvin Guðmundsson