Hvað líður endurskoðun laga um almannatryggingar?

Nefnd um endurskoðun laga um almannatryggingar átti að skila áliti 1.nóvember sl.En ekkert hefur heyrst af áliti nefndarinnar enn. Formaður nefndarinnar er Stefán Ólafsson formaður stjórnar Tryggingastofnunar.Stefán sagði m.a. eftirfarandi um endurskoðunina í ágúst sl.:

Helstu gallar almannatrygginga á síðustu árum hafa verið flókið og ógagnsætt kerfi, of margir bótaflokkar, samskiptaerfiðleikar almannatrygginga og lífeyrissjóða með óheppilegri virkni skerðingarreglna (tekjutenginga), of lágur lífeyrir almannatrygginga og ófullnægjandi virknihvatar.

.

Dæmi um aðgerðir sem nefndar eru sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og tengjast beint lífeyrismálum eru eftirfarandi:

  • Endurskoðun á skattakerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Sérstaklega er nefnt að áhersla sé lögð á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja.
  • Unnið verði að einföldun almannatryggingakerfisins.
  • Samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyrissjóðum og atvinnutekna einstaklinga verði skoðað sérstaklega til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöflunar og sparnaðar.
  • Dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.
  • Stefnt verði að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna .
  • .
  • Skoðað verði hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu.

Þetta voru helstu atriðin sem Stefán nefndi

  • Ég tel sérstaklega mikilvægt að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna,t.d. 100 þús. kr. á mánuði. En mikilvægast af öllu er .þó að hækka  lífeyri þeirra sem hættir eru að  vinna.Þeir fá í dag aðeins 140 þús. eftir skatta  ( einhleypir,sem aðeins hafa tekjur frá TR) .Það lifir enginn af því.

Björgvin Guðmundsson


Björn Bjarnason að hætta sem ráðherra

Það mátti greinilega heyra á Birni Bjarnasyni  ráðherra í Silfri Egils í gær,að hann er að hætta í ríkisstjórninni. Hann talaði á léttum nótum eins og algerlega áhyggjulaus maður sem hefur enga ábyrgð.Hann neitaði því ekki að hann væri að hætta. En hann kveðst ekki ætla að hætta í pólitík. Sennilega mun Bjarni Benediktsson frændi Björns taka við að honum.

Björn er eindreginn andstæðingur ESB.Hann mundi ekki tala svo ákaft gegn aðild Íslands að ESB ef hann yrði áfram í stjórninni. Allt bendir nú til þess að  niðurstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins verði nokkurs konar málamiðlun   milli stríðandi fylkinga,þ.e. að  leggja eigi undir þjóðaratkvæði hvort sækja eigi um aðild að ESB, þ.e. fara í aðildarviðræður.Mikil spurning er hvernig Samfylkingin mun túlka slíka niðurstöðu. Að mínu mati yrði þetta slæm niðurstaða fyrir Samfylkinguna og fyrir fólkið í landinu. Ef draga á þjóðina að kjörborðinu til þess að kjósa um það hvort það eigi að fara í aðildarviðræður við ESB þá er eðlilegast að  kjósa til alþingis um leið.Þjóðin vill þingkosningar til þess að þingmenn og ríkisstjórn axli ábyrgð af hruni efnahags þjóðarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson


Þorskkvótinn aukinn um 30 þús.tonn.Lækkar það verðið?

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur ekki áhyggjur af því að verð á þorski hrynji þó þorskvótinn hafi verið aukinn um 30 þúsund tonn. Hann bendir á að nú sé heimilt að geyma kvóta og flytja heimildir milli fiskveiðiára í mun meiri mæli en áður. Þeir sem vilji taka tillit til markaðsaðstæðna geti dregið úr vinnslu.

Hermann Stefánsson, framleiðslustjóri Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, sagði í fréttum í gær að markaður með þorskafurðir væri svo erfiður um þessar mundir, að aukinn þorskkvóti yrði að líkindum til þess að auka birgðir framleiðenda og lækka verð. Betra hefði verið að bíða með að auka aflaheimildir.

Fyrir helgi var gefin út reglugerð þar sem hámarksafli í þorski var aukinn um 30 þúsund tonn vegna efnahagsástandsins. Heildaraflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Ráðherra segir að þetta eigi ekki að hafa áhrif á þorskverð enda séu 30 þúsund tonn aðeins lítið brot af þorski á heimsmarkaði.  (ruv.is)

Ég fagna því,að þorskkvótinn hafi verið auknn. Þessi aukning kemur sér vel nú þegar  þjóðarframleiðslan dregst saman.Hún eykur þjóðarframleiðslu og bætir því lífskjör. Ég tel,að þessi aukning hafi ekki afgerandi áhrif á verð á þorski erlendis. Þar hefur hin alþjóðlega fjármálakreppa meiri áhrif.Verð á fiski erlendis sveiflast eftir hagsveiflunum. Hins vegar tek ég undir það með Karli Matthíassyni  þingmanni Samfylkingar að það hefði átt að setja þessi 30 þús tonn á markað þannig að allir hefðu átt aðgang að þessum kvóta.

 

Björgvin Guðmundsson


Kaupþing flutti út yfir 100 milljarða rétt fyrir fallið. Kaup Al Thanis sýndarviðskipti?

Síðustu vikurnar fyrir fall Kaupþings voru yfir hundrað milljarðar króna millifærðir á reikninga erlendra félaga í eigu viðskiptavina bankans. Um var að ræða lán til þessara félaga gegn veðum í skuldabréfum sem bankinn gaf sjálfur út.

Fyrrverandi stjórnarmenn fullyrða að ekkert óeðlilegt hafi verið við þessa lánafyrirgreiðslu og afgreiðsla lánanna farið fyrir lánanefnd bankans.

Þrátt fyrir að verðmæti skuldabréfanna minnkaði sífellt vegna óvissu á alþjóðamörkuðum var alltaf lánað meira út á bréfin. Var það gert meðal annars til að mæta kröfu Deutsche Bank um viðbótartryggingar. Þýski bankinn hafði líka lánað til skuldabréfakaupanna.

Þessi viðskipti eru sérstaklega tekin fyrir í skýrslu PriceWaterhouseCoopers, sem skilað var til Fjármálaeftirlitsins. Það er í verkahring FME að skoða málið nánar og kanna hvort ekki hafi verið um eðlileg viðskipti að ræða.(mbl.is)

Þá hefur það nú verið uppýst,að  kaup Al Thanis , bróður Emírsins af Katar, á hlut í Kaupþingi voru sýndarviðskipti og Al Thanis borgaði aldrei krónu fyrir hlutinn!.Kaupþing sjálft fjármagnaði kaup Al Thanis og hann gat ekki tapað á viðskiptunum.Al Thani gerði framvirkan gjaldeyrissamning við Kaupþing en sá samningur átti að tryggja honum gengishagnað og greiða fyrir hlutinn. Kaupþing tapaði  37,5 milljörpðum á þessum viðskiptum. Kaupþing lánaði fé til viðskiptanna gegn veði í hlutabréfunum en þau eru nú verðlaus. Ólafur Ólafsson einn stærsti eigandi Kaupþings á þessum tíma hjálpaði til við umrætt brask. Væntanlega verða  stjórnendur Kaupþings og aðrir aðilar að þessu braski dregnir til ábyrgðar  vegna þess.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

.


Alþingi sparar.En hvers vegna svona langt frí?

Samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2009 er gert ráð fyrir að framlög til reksturs Alþingis lækki um tæp 10%. Alþingi fær rétt rúma tvo milljarða króna árið 2009, sem er 215 milljónum lægra en í upphaflegum fjárlögum.

Hjá Sturlu Böðvarssyni, forseta Alþingis, fengust þær upplýsingar að skipta mætti niðurskurðinum gróflega í fjóra þætti. Þannig sparist um 60 milljónir í launakostnað samkvæmt nýlegri ákvörðun kjararáðs um lækkun launa þingmanna og ráðherra, auk þess sem reglum um hvenær kalla skuli til varamann þingmanna verði breytt. Bendir Sturla á að á árinu 2009 verði varamenn aðeins kallaðir inn þurfi þingmaður að vera í burtu erlendis lengur en átta daga samfleytt í stað fimm daga áður.

Um 50 milljónir eiga að sparast í skrifstofurekstri í þinginu. Aðspurður segir Sturla að undir þetta falli margskyns útgjöld vegna skrifstofuhalds og starfsmannahalds þingsins. Þannig verður ekki ráðið í allar stöður sem losna á árinu með tilheyrandi lækkun launakostnaðar. Einnig á að leita allra leiða til að spara öll einstök útgjöld, sem birtast mun í minni þjónustu. Jafnframt á að draga úr útgáfukostnaði.(mbl.is)

Það er góðra gjalda vert,að alþingi skuli spara  215 millj. á árinu miðað við upphafleg fjárlög .En eitt undrar mig og það eru hin löngu frí alþingis. Hvers vegna byrja t.d. fundir á alþingi á nýju ári ekki fyrr en á morgun,20.janúar? Hvers vegna byrjuðu ekki fundir strax á fyrsta virkum vegi ársins,þ.e. 2.janúar eins og vinna hjá öðrum í þjóðfélaginu. Alþingi á að vera í takt við þjóðfélagið. Þegar borgarar þjóðfélagsins eru við störf á aþingi að vera við störf,svo einfalt er það.Engar afsakanir teknar gildar

 

Björgvin Guðmundsson


Skýrslu um að bankakerfið mundi hrynja var stungið undir stól!

Athyglisvert var að hlusta á hagfræðiprófessorana William Buiter  og Anna Sibert frá Bretlandi í Silfri Egils í gær.Þeir kváðust hafa gert skýrslu um íslenska bankakerfið sl. vor.En skýrslunni var stungið undir stól.Í skýrslunni sögðu hagfræðingarnir,að íslensku bankarnir mundu hrynja innan ekki langs tíma.Seðlabanka og Fjármálaeftirliti var skýrt frá skýrslunni en enginn vildi neitt með hana gera.Hagfræðingarnir lögðu til að Ísland leitaði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þorvaldur Gylfason telur,að ef það hefði verið gert hefði líklega mátt afstýra hruni bankanna.

 Alltaf berast fleiri og fleiri fréttir um að  íslensk stjórnvöld   hafi fengið aðvaranir um bankakerfið í tæka tíð en ekkert gert í því. Þeir,sem hundsuðu aðvaranir og gerðu ekkert í málunum eiga að axla ábyrgð og segja af sér.

 

Björgvin Guðmundsson


Athæfi Ísraels á Gaza er fordæmanlegt.

Ísraelar boðuðu einhliða vopnahlé á miðnætti. Hamas samtökin segja að þau muni hætta öllum hernaðaraðgerðum og gefa ísraelum vikufrest til þess að flytja hermenn sína frá ströndinni.

Þetta hefur leitt til þess að fréttamenn hafa loks komist á vígvöllinn. Það er raunar ekki hefðbundinn vígvöllur því Gaza ströndin er eitt þéttbýlasta svæði í heimi. Þar býr ein og hálf milljón manna á um 360 ferkílómetra svæði.

Við fréttamönnunum blasir hvarvetna við viðurstyggð eyðileggingarinnar. Og dauði.

Í einu þorpi á ströndinni sem ísraelskir hermenn hafa nú yfirgefið fóru sjúkrabílar og tíndu upp lík af fjörutíu palestínumönnum. Flest voru það vígamenn Hamas sem höfðu fallið í bardögum við ísraelska hermenn.

Spurningin hlýtur að vera hvort Ísraelar hafi haft árangur sem erfiði. Yfirlýstur tilgangur þeirra var að stöðva eldflaugaárásir Hamas sem hafa skotið yfir 8000 eldflaugum og vörpusprengjum á Ísrael síðan árið 2001.

Ísraelar hafa að vísu þegar lýst yfir sigri. En Hamas sitja enn við stjórnvölinn á Gaza. Og Ísraelar vita ekkert hvað þeir eiga margar eldflaugar eftir. (visir.is)

Ljóst er,að Ísrael hefur ekki náð markmiði sínu með hernaðinum á Gaza. Israel ætlaði að koma Hamas frá völdum og uppræta allar eldflaugar.En Hamas er enn við völd á Gaza. Til hvers var þá þessi hernaður? Til hvers var verið að  drepa allt þetta fólk á Gaza,þar á meðal mikinn fjölda óbreyttra borgara og fjölda barna.Athæfi Ísraels er fordæmanlegt,

 

Björgvin Guðmundsson


Mun þetta hafa áhrif á aðra flokka? Fólkið kallar á breytingar

Úrslit  formannskosningar Framsóknarflokksins komu  á óvart.Landsfundur Framsóknarflokksins valdi þann frambjóðandann,sem var alveg nýr og hafnaði þeim sem höfðu starfað lengi áður í flokknum.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kosninn formaður. Hann gekk í flokkinn fyrir mánuði!

  Mun þetta hafa áhrif  inn í aðra stjórnmálaflokka? Það getur hæglega gert það. Forustumenn í öllum flokkum sjá,að fólkið í landinu vill breytingar. Það hefur komið  fram á öllum mótmælafundunum og nú kemur það fram á landsfundi Framsóknarflokksins. Þar er 33ja ára gamall nýliði í flokknum valinn formaður. Hann er vel menntaður,  aðhyllist félagshyggju og  er góður Framsóknarmaður þó hann hafi ekki verið lengi í flokknum. Forustumenn í öðrum flokkum hljóta að íhuga í framhaldi af þessu,að breytinga er þörf. Það þýðir ekki að hanga á völdunum þegar fólkið í landinu kallar á breytingar.

 

Björgvin Guðmundsson


Sigmundur Davíð kosinn formaður Framsóknar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins nú fyrir stundu. Formaður kjörstjórnar gerði mistök fyrst þegar að hann kynnti úrslitin og kynnti Höskuld Þórhallsson sem nýjan formann. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna.

Í ljós kom að talningin hafði snúist við. Sigmundur var réttkjörinn formaður en ekki Höskuldur. Samkvæmt upplýsingum Vísis hlaut Sigmundur Davíð 449 atkvæði. Höskuldur hlaut 340 atkvæði. Alls var 801 atkvæði greitt. Fjögur voru ógild og átta voru auð.

Páll Magnússon hafði einnig gefið kost á sér í embætti formanns en hann heltist úr lestinni eftir fyrri umferð kosninganna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er 33 ára gamall Reykvíkingur. Hann er skipulagshagfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað við dagskrárgerð hjá Ríkisútvarpinu. Sigmundur skráði sig nýlega í Framsóknarflokkinn og hefur ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir hann áður. vísir.is)

 

Þetta eru stórmerkileg úrslit. Þeir tveir,Páll Magnússon og Höskuldur Þóirhallsson,sem starfað hafa mikið í flokknum féllu.En maðurinn sem var að ganga í flokkinn og hafði ekkert starfað í honum var kosinn formaður! Þetta sýnir ef til vill,að fólk vill mikla breytingu. Fólk vill nýja menn til valda og áhrifa og vill gefa þeim gömlu frí.

 

Björgvin Guðmundsson


Hefur Samfylkingin náð árangri í stjórnarsamstarfinu?

Þegar Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu þingkosningar var sú ákvörðun mjög umdeild innan Samfylkingarinnar.Það var eðlilegt,þar eð það hafði verið aðalbaráttumál Samfylkingarinnar að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og mynda hér félagshyggjustjórn. Það var því algert stílbrot að  mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Það eina,sem gat réttlætt slíka stjórnarmyndun af hálfu Samfylkingarinnar var að það næðust fram mjög mikilvæg stefnumál  Samfylkingarinnar. En hefur það gerst? Hefur Samfylkingin náð góðum árangri í stjórnarsamstarfinu? Tæplega. Samfylkingin fórnaði einu stærsta stefnumáli sínu,kvótamálinu,til þess að geta myndað stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég er mjög óánægður með það. Í staðinn ætlaði Samfylkingin að leggja áherslu á endurreisn velferðarkerfisins.En hefur hún tekist? Ég held ekki.Sáralítið hefur áunnist í  að endurreisa almannatryggingakerfið,sem var komið í mikla niðurníðslu. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir síðustu kosningar að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja  en í stjórnarsáttmálanum er mjög óljóst orðalag um þetta efni . Framkvæmdin hefur verið eftir því. Kjör þeirra  aldraðra,sem eru á vinnumarkaðnum hafa verið bætt en kjör þeirra,sem hættir eru að vinna hafa sáralítið breytst.Aldraðrir einhleypingar hafa aðeins 144 þús. á mánuði eftir skatta.Það er alltof lítið.Það eru óviðunandi kjör.Neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofunnar eru í dag til jafnaðar 282 þús.  á mánuði.Niðurstaða mín er þessi: Árangur af  stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er of lítill að hann réttlæti slíkt samstarf.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband